Greinar miðvikudaginn 21. maí 1997

Forsíða

21. maí 1997 | Forsíða | 76 orð

Hafa hugleitt þetta vel

FJÖLDI fólks kom saman í höfuðstöðvum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í gærkvöldi til að fylgjast með fréttum af Íslendingunum. Þeirra á meðal voru Magnús Hallgrímsson og Hlíf Ólafsdóttir, foreldrar Hallgríms og Harðar. Magnús var bjartsýnn: "Ég geri mér grein fyrir að þeir eru þarna í ákveðinni hættu. Meira
21. maí 1997 | Forsíða | 395 orð

Íslendingarnir voru við fjallstopp Everest í nótt

ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon lögðu af stað í gærkvöldi úr efstu tjaldbúðum upp á tind Everest. Þeim gekk vel og þegar síðast fréttist voru góðar líkur taldar á að þeim myndi takast að sigra þetta hæsta fjall heims, 8.848 metra hátt. Um kl. 1 eftir miðnætti, réttri stundu áður en Morgunblaðið fór í prentun, voru þeir í 8. Meira
21. maí 1997 | Forsíða | 123 orð

Kabila kominn til Kinshasa

LAURENT Kabila, nýr þjóðhöfðingi Zaire, lenti í einkaþotu í höfuðborg landsins í gærkvöldi til að taka við stjórnartaumunum eftir að Mobutu Sese Seko, fyrrverandi einræðisherra, flúði framsókn skæruliða Kabilas, sem náðu Kinshasa á sitt vald um helgina. Meira
21. maí 1997 | Forsíða | 166 orð

Munu endurskoða samstarfssamning

RÁÐAMENN í Eystrasaltslöndunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, ítrekuðu í gær að það væri einarður ásetningur þeirra allra að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Rússneska stjórnin gaf þeim í gær ærið tilefni til að ítreka þetta, þar sem hún sagðist myndu endurskoða nýjan samstarfssamning sinn við NATO, ef Eystrasaltslöndunum yrði boðin aðild að bandalaginu. Meira
21. maí 1997 | Forsíða | 90 orð

Senda hermenn að Írak

FREGNIR hermdu í gær að stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hefðu sent hersveitir að landamærum ríkjanna að Írak vegna hernaðaraðgerða Tyrkja gegn skæruliðum í Verkamannaflokki Kúrdistans (PKK) í norðurhluta landsins. Meira

Fréttir

21. maí 1997 | Miðopna | 922 orð

123 frumvörp að lögum á nýafstöðnu þingi Meðal nýrra lagaeru lög um fjárreiður ríkisins, lög um stöðu þjóðkirkjunnar, um

ALLS urðu 123 frumvörp að lögum á 121. löggjafarþingi sem lauk á laugardaginn. Þar af voru 106 stjórnarfrumvörp og 17 þingmannafrumvörp. Samtals voru lögð fram á þinginu 218 frumvörp. Af þeim voru 132 stjórnarfrumvörp og 86 þingmannafrumvörp. Þetta kom fram í máli Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, þegar þingi var frestað. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 609 orð

19 þjófnaðir um hvítasunnuhelgina

UM hvítasunnuhelgina eru 578 færslur bókfærðar í dagbók lögreglunnar. Af þeim eru 14 vegna innbrota, 19 vegna þjófnaða, 35 vegna eignarspjalla og 10 vegna slysa og óhappa. Skráðar eru 6 líkamsmeiðingar, fimmtíu og fimm sinnum þurfti að hafa afskipti af fólki vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi á almannafæri og vista þurfti 46 manns í fangageymslunum. Þar af voru 13 vegna fíkniefnamála. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

500 pör bíða eftir tæknifrjóvgun

12-13 þríburameðgöngur vegna tæknifrjóvgunar hafa orðið frá því glasafrjóvgunardeild Landspítalans var opnuð fyrir fimm árum. Framkvæmdar verða á fjórða hundrað tæknifrjóvganir á þessu ári en í fyrra voru þær 290 talsins. Um 500 pör eru nú á biðlista eftir meðferð. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 281 orð

600-650 millj. framlag á ári ef tryggja á stöðu sjóðsins

RÍKISSJÓÐUR þarf að leggja árlega að minnsta kosti 600-650 milljónir króna inn í Byggingarsjóð verkamanna til að tryggja fjárhagsstöðu hans til frambúðar. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar á stöðu sjóðsins en það byggist m.a. á athugun Yngva Arnar Kristinssonar hagfræðings á fjárhagsstöðu sjóðsins. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 208 orð

Atvinnuleysi mun aukast vegna myntbandalagsins

ATVINNULEYSI í Evrópu mun aukast þegar stjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) fara að draga úr ríkisútgjöldum til að mæta aðildarkröfum Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, að því er segir í spá þýsku Ifo-stofnunarinnar, sem stundar rannsóknir á sviði efnahagsmála. Þar segir að þegar til lengri tíma sé litið, muni störfum hins vegar fjölga í Evrópu. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Á annað tonn af olíu lak út

Á ANNAÐ tonn af gasolíu lak út þegar stór olíuflutningabíll frá Olíudreifingu valt á Suðurlandsvegi, rétt ofan við gatnamót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, um fjögurleytið í gær. Svo virðist sem ökumaður olíubílsins hafi misst stjórn á honum í beygjunni, með þeim afleiðingum að bíllinn fór á hliðina. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Barn féll af svölum

TVEGGJA ára gamalt barn féll niður af svölum á annarri hæð húss í Seljunum á sunnudag með þeim afleiðingum að það missti meðvitund. Blásið var í barnið svo það hafði komist til meðvitundar þegar sjúkrabifreið kom á vettvang. Meiðsl þess voru ekki talin alvarleg. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Barn lést í umferðarslysi

ÞRIGGJA ára drengur lést í umferðarslysi í Barðastrandarsýslu í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Patreksfirði valt fólksbifreið á veginum nálægt Arnórsstöðum á Barðaströnd. Kona, sem ók bifreiðinni, slasaðist töluvert og var lögð inn á Sjúkrahúsið á Patreksfirði, en þriggja ára systursonur hennar lést. Lögreglunni á Patreksfirði var tilkynnt um slysið kl. 18.30 í gær. Meira
21. maí 1997 | Óflokkað efni | 151 orð

BREKI VE 61 599 38* Karfi / Gullkarfi Gámur

BREKI VE 61 599 38* Karfi / Gullkarfi GámurHEGRANES SK 2 497 26* Grálúða / Svarta spraka GámurRUNÓLFUR SH 135 312 12* Grálúða / Svarta spraka GámurSÓLBERG ÓF 12 499 40* Karfi / Gullkarfi GámurBERGEY VE 544 339 37* Þ Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

Breytingar á fyrirkomulagi rekstrar kannaðar til hlítar

Á AÐALFUNDI Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt að beina því til stjórnar sambandsins að þrýsta á um áframhaldandi viðræður milli Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfélags Þingeyinga þar sem kannað verði til hlítar hvort hagkvæmt sé að breyta rekstrarfyrirkomulagi afurðastöðva í umsjón þeirra, Meira
21. maí 1997 | Óflokkað efni | 86 orð

BYLGJA VE 75 277 96 Ufsi Vestmannaeyjar

BYLGJA VE 75 277 96 Ufsi VestmannaeyjarÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR VE 401 277 62 Ufsi VestmannaeyjarHARALDUR KRISTJÁNSSON HF 2 883 272 Úthafskarfi HafnarfjörðurHRAFN SVEINBJARNARSON GK 255 390 192 Grálúða HafnarfjörðurORRI ÍS 20 777 1 Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 385 orð

Bætur til atvinnulausra lækka að raungildi

ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinnar um hækkun bóta almannatrygginga í tengslum við gerð kjarasamninga felur í reynd í sér raunlækkun á greiðslum atvinnuleysisbóta til þeirra sem verið hafa á atvinnuleysisbótum 87 daga eða lengur að mati Alþýðusambands Íslands. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Bönd sett á happdrætti á alnetinu

FULLTRÚAR happdrættisyfirvalda á Norðurlöndum hittust á fundi í Ósló nýlega, þar sem þeir ræddu m.a. hugmyndina um að gera Norðurlönd að einum happdrættismarkaði með því að samræma reglur landanna um happdrætti. Fyrst um sinn beina menn helst sjónum sínum að spilakössum og happdrættum á alnetinu. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Davíð heimsækir Svíþjóð

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hitti Karl Gústaf Svíakonung að máli í konungshöllinni í Stokkhólmi í gærmorgun. Davíð, sem er í opinberri heimsókn í Svíþjóð ásamt Ástríði Thorarensen, eiginkonu sinni, ræddi einnig við Göran Persson forsætisráðherra Svía í gær og í gærkvöldi sátu forsætisráðherrahjónin kvöldverð Persson-hjónanna. Heimsókninni lýkur í dag með ferð til Lundar. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 25 orð

Djass á Sóloni

Djass á Sóloni JASSTRÍÓ Óla Stef leikur á veitingahúsinu Sóloni Íslandusi í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 22. Gestur kvöldsins verður Haukur Gröndal, altósaxafónleikari. Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Dómnum ekki áfrýjað

RÚMLEGA fimmtugur karlmaður á Akureyri, Roy Svanur Shannon, sem nýlega var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkubörnum og dreifingu á klámefni á alnetinu, hefur ákveðið að una dómnum. Meira
21. maí 1997 | Óflokkað efni | 754 orð

DRÍFA ÁR 300 85 14* Botnvarpa Skarkoli 2 Gá

DRÍFA ÁR 300 85 14* Botnvarpa Skarkoli 2 GámurFREYJA RE 38 136 46* Botnvarpa Ýsa 2 GámurGANDI VE 171 20398 31* Dragnót Skarkoli 2 GámurHAFNAREY SF 36 10103 18* Skarkoli 1 GámurSIGURÐUR LÁRUSSON SF 1 Meira
21. maí 1997 | Óflokkað efni | 150 orð

FANNEY SH 24 103 2 0 2 Grundarfjörður

FANNEY SH 24 103 2 0 2 GrundarfjörðurGRETTIR SH 104 148 5 0 1 GrundarfjörðurGRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 3 0 1 GrundarfjörðurHÓLMANES SU 1 451 38 0 1 BolungarvíkÞÓR PÉTURSSON GK 504 143 19 0 1 B Meira
21. maí 1997 | Landsbyggðin | 205 orð

Félag um framfararmál í Snæfellsbæ

HALDINN var stofnfundur félags um framfaramál í Snæfellsbæ 14. maí sl. Félagið er opið einstaklingum og forsvarmönnum stofnana, félaga og bæjarfélagsins. Á fundinum flutti Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður byggðadeildar Byggðastofnunar, erindi um þróun atvinnulífsins og búsetuskilyrði í Snæfellsbæ. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 207 orð

Fjórðungur húsnæðis stendur auður

RÁÐAMENN í Washington telja að fjórðungur íbúðarhúsnæðis gyðinga á Vesturbakkanum standi auður og hafa komið þeirri skoðun á framfæri við ísraelsk stjórnvöld að nýjar húsbyggingar í landnemabyggðum á hernumdu svæðunum séu óþarfar. Þetta kemur fram í ísraelska dagblaðinu Haaretz. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 1234 orð

Frelsari eða einræðisherra?

LAURENT Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna í "Lýðveldinu Kongó", eins og hann hefur lýst yfir að Zaire skuli framvegis vera kallað, er spurningarmerki í augum margra. Hann hefur látið að sér kveða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Belgum og löngum kennt sig við marxisma. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

Frystihúsinu breytt fyrir ferðamenn

"FERÐAMÖNNUM á Húsavík fjölgar ört og við reiknum með að um tíu þúsund manns leggi leið sína hingað í sumar. Stór hluti þessa hóps er erlendir ferðamenn, sem sækja í hvalaskoðunarferðir. Ég veit af fenginni reynslu að ferðamenn vilja gjarnan kynna sér atvinnulífið og þess vegna höfum við ákveðið að bjóða upp á reglulegar skoðunarferðir um frystihúsið í sumar. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fugees í Laugardalshöll

LAURYN Hill og félagar hennar í bandarísku rappsveitinni Fugees, Wyclef og Praz, skemmtu á sjötta þúsund áheyrenda í Laugardalshöll í gærkveldi. Hljómsveitin flutti blöndu gamalla og nýrra laga og kynnti meðal annars lög sem ekki hafa komið út. Áheyrendur tóku hljómsveitinni vel og sungu með fullum hálsi þegar við átti. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fyrirlestur um margfaldan missi

NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, gangast fyrir fræðslufundi í Gerðubergi fimmtudagskvöldið 22. maí í Gerðubergi. Þar mun Páll Eiríksson geðlæknir flytja erindið Margfaldur missir ­ vááhrif. Efni þetta höfðar fyrst og fremst til þeirra sem misst hafa fleiri en einn ástvin, segir í frétt frá samtökunum. Allir eru velkomnir. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gengið og siglt hjá Hafnargönguhópnum

HAFNARGÖNGUHHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 með höfninni út í Örfirisey og til baka um vesturbæinn. Við lok göngunnar verður litið við hjá Gunnari Marel um borð í víkingaskipinu í Suðurbugt. Þar verður val um að ljúka göngunni eða fara í stutta siglingu með víkingaskipinu út á Engeyjarsund. Allir velkomnir. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Grunaður um innflutning á LSD

RÚMLEGA tvítugur maður var handtekinn seinasta fimmtudag, grunaður um aðild að innflutningi á um 3.300 skömmtum af LSD. Tollverðir í tollpóststofu pósthússins við Ármúla lögðu hald á um 310 skammta af efninu í bréfsendingu 11. apríl síðast liðinn og síðan um 3.000 skammta 2. maí síðast liðinn. Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Grunur um íkveikju

GRUNUR leikur á að eldur í ruslageymslu í Síðuskóla á Akureyri aðfaranótt mánudags hafi kviknað af mannavöldum. Slökkvilið Akureyrar var kallað út um kl. 1 og þá logaði eldur glatt í geymslunni, en hún er undir tröppum skólans. Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn og reykræstu að því loknu en lítilsháttar skemmdir urðu í geymslunni af völdum sóts og hita. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 507 orð

Hefur keypt 700 t af þorski á árinu

FYRIRTÆKIÐ Nýhöfn sjávarafurðir ehf. á Seltjarnarnesi, sem er í eigu aðila hér á landi og í Bandaríkjunum, hefur frá áramótum, en einkum í apríl og maí, keypt um 700 tonn af þorski á fiskmarkaði hérlendis fyrir 70­80 krónur fyrir kílóið og selt fiskinn að mestu leyti hausaðan og slægðan en að nokkru leyti flakaðan til Bandaríkjanna þar sem hann er fullunninn og seldur á markað. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Hitastig lækkar vegna mökksins

MÖKKUR með fínu ryki af Skeiðarársandi hefur legið yfir Suðurlandi síðustu daga og segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur að rykið hafi náð til höfuðborgarsvæðisins. Hann segir mökkinn valda því að hitastig lækki. Hiti á Kirkjubæjarklaustri hafi t.d. verið 4-5 gráðum lægri af þessum sökum en við eðlilegar aðstæður. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hornfirðingar vilja taka við flóttafólki

Á FUNDI bæjarstjórnar Hornafjarðar 15. maí sl. var til umræðu sú hugmynd að Hornafjörður sækti um að taka á móti flóttafólki frá ríkjum gömlu Júgóslavíu. Félagsmálaráðuneytið hefur nýlega auglýst eftir sveitarfélögum til þess að taka við u.þ.b. 15 flóttamönnum sem koma til landsins í sumar. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Hreinlætisaðstaða í Heiðmörk

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila Vatnsveitu Reykjavíkur að leggja fram 2 milljónir króna til að koma upp hreinlætisaðstöðu í Heiðmörk. Í erindi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur til vatnsveitustjóra, er bent á að með vaxandi umferð um Heiðmörk sé þörf fyrir aukna þjónustu, meðal annars að komið verði upp hreinlætisaðstöðu á Borgarstjóraplaninu í Heiðmörk. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 119 orð

Hundruð talin af í Bangladesh

HUNDRUÐ manna eru talin af eftir að geysiöflugur hvirfilbylur gekk yfir strendur Bangladesh á mánudag. Landið liggur lágt og er fjöldi þorpa nú einangraður eftir að flóðbylgjur gengu yfir strandsvæðin við Bengalflóa. Auk mannskaðans er fullvíst talið að gífurleg eyðilegging hafi orðið á híbýlum manna og uppskeru. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 351 orð

Hyggst ekki skerða viðskiptakjör Kína

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst á mánudag hafa ákveðið að Kínverjar héldu áfram vildarkjörum í viðskiptum við Bandaríkin á næsta ári þrátt fyrir deilur ríkjanna í ýmsum málum, einkum mannréttindamálum. Búist er við að deilt verði um ákvörðun forsetans á þinginu þar sem nokkrir þingmenn hafa sagt að þeir hyggist reyna að hnekkja henni. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 791 orð

Ísland verður við stórauknum öryggiskröfum

STAÐLARÁÐ Íslands gengst fyrir ráðstefnu nk. föstudag í Háskólabíói þar sem kynntir verða Evrópustaðlar sem ná yfir öryggi á leiksvæðum barna. Á ráðstefnunni eru átta fyrirlesarar og eru þrír þeirra erlendir. Herdís Storgaard er annar af tveimur skipuleggjendum ráðstefnunnar. Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Kjörprestur sá um athöfnina

SÓKNARPRESTURINN á Möðruvöllum í Hörgárdal tók ekki þátt í fermingarmessu í kirkjunni að morgni annars dags hvítasunnu. Alls voru 6 börn fermd í athöfninni og höfðu foreldrar þeirra nýtt sér lög frá árinu 1882 og leyst sóknarbönd. Þeir höfðu því heimild til að kalla til kjörprest, sr. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 553 orð

Komið í veg fyrir löndun úr togara í Hafnarfirði

VERKFALLSVÖRÐUM frá Vestfjörðum tókst ekki að hindra löndun úr togaranum Páli Pálssyni ÍS í Reykjavíkurhöfn í gær en fyrr um daginn komu verkfallsverðir í veg fyrir að landað yrði úr togaranum Bessa frá Súðavík í Hafnarfirði. Meira
21. maí 1997 | Landsbyggðin | 169 orð

Krakkarnir fengu 50.000 kr. vegna áheits

Drangsnesi-Haukur Torfason, grásleppusjómaður, afhenti nemendafélagi Drangsnesskóla 50.000 kr. að gjöf nú nýverið. Sagði Haukur við það tilefni að hann hefði ákveðið í vetur þegar nemendur Drangsnesskóla voru að safna í ferðasjóðinn sinn að ef hann fengi ákveðið tiltekið magn af grásleppuhrognum á vertíðinni í vor skyldi hann gefa krökkunum 50.000 kr. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lagt hald á kókaín og amfetamín

VIÐ leit í bifreið sem lögreglan stöðvaði á mánudag á Skúlagötu fannst lítilsháttar af amfetamíni. Tveir menn voru í bifreiðinni og varð gerð leit á heimilum þeirra í húsum við Hverfisgötu og við Laugaveg. Á báðum stöðunum fundust fíkniefni; amfetamín, kókaín og hass. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

LEIÐRÉTTFöðurnafn Í FRÉTT Morgunblaðsins á föst

Í FRÉTT Morgunblaðsins á föstudaginn af sjö bæjarlistamönnum Kópavogs misritaðist föðurnafn eins þeirra, Kristjáns Logasonar. Beðist er afsökunar á þeim mistökum. Eyrarbakki VAKIN hefur verið athygli blaðsins á að í afmælisgrein um Eyrarbakka sé svo að orði komist um hið myndarlega Sjóminjasafn, að Eyrarbakkahreppur "hafi komið [því] upp og nýlega endurskipulagt". Meira
21. maí 1997 | Landsbyggðin | 429 orð

Líflegir afmælisdagar á Eyrarbakka

Selfossi-Eyrbekkingar fögnuðu 100 ára afmæli sveitarfélagsins um helgina, en 18. maí voru liðin rétt 100 ár frá því að Magnús Stephensen landshöfðingi skipaði svo fyrir til amtmannsins í suðuramtinu að Stokkseyrarhreppi skyldi skipt í tvö sveitarfélög, Eyrarbakkahrepp og Stokkseyrarhrepp. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Lög brotin vegna framkvæmda við Stjórnarráðið

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, gagnrýndi húsafriðunarnefnd ríkisins harðlega á fundi borgarstjórnar á fimmtudag fyrir að aðhafast ekkert vegna breytinga á einu sögufrægasta húsi landsins, Stjórnarráðshúsinu. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Maður sem kvaðst sýktur beit lögregluþjón

MAÐUR sem kvaðst sýktur af lifrarbólgu-C réðst á lögregluþjón í fangageymslum lögreglu í fyrrinótt og beit hann, eftir að hafa bitið sjálfan sig í tunguna til að fá fram blóð. Lögreglumenn höfðu staðið manninn að tilraun til innbrots í miðbænum og var hann handtekinn og færður í fangageymslu. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Málþing um lífsgæði sjúklinga

MÁLÞING verður haldið á morgun, fimmtudag, undir yfirskriftinni Hjúkrun ­ lífsgæði. Málþingið er haldið í minningu Sigrúnar Ástu Pétursdóttur hjúkrunarkonu sem lést 12. október sl., en hún setti í viðtali við Morgunblaðið sl. sumar fram athyglisverðar skoðanir á sambandi sjúklinga og hjúkrunarfræðinga. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1068 orð

Mikil yfirvinna kemur niður á rannsóknum

REKTORAR Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands eru sammála Guðbrandi Steinþórssyni, rektor í Tækniskóla Íslands, sem sagði í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að hækka verði laun háskólakennara eigi skólarnir að geta keppt um starfsmenn við almennan vinnumarkað. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Minna berst af Rússafiski

VERULEGA hefur dregið úr löndunum rússneskra skipa hér á landi sem og í Noregi og er búist við að sú þróun haldi áfram. Eru Rússar farnir að vinna sinn fisk í auknum mæli sjálfir auk þess sem nokkurrar aflatregðu er farið að gæta. Samtals hafa rússnesk skip landað um 2.582 tonnum af óslægðum þorski hér á landi það sem af er þessu ári. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Náð afburðaárangri í starfi

KRISTJÁNI T. Ragnarssyni, endurhæfingarlækni við Mount-Sinai sjúkrastofnunina í New York, var veitt æðsta viðurkenning stofnunarinnar í fyrrakvöld, svokölluð "Outstanding Achievement Award." Það er læknaskóli Mount-Sinai sjúkrahússins sem stendur að þessum verðlaunum. Þau eru árlega veitt einum af um 3000 læknum stofnunarinar fyrir afburðaárangur í starfi. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 285 orð

Norðmenn unnu fyrir CIA í Víetnam NORSK

NORSKA sjónvarpið hefur upplýst að þrír norskir skipstjórar hafi starfað fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA, í Víetnam, skömmu áður en Víetnamstríðið braust út árið 1964. Voru mennirnir ráðnir með milligöngu norsku leyniþjónustunnar ári fyrr og störfuðu í Norður-Víetnam. Norski varnarmálaráðherrann, Jørgen Kosmo, hefur lýst því yfir að ráðning mannanna kunni að hafa brotið í bága við lög. Meira
21. maí 1997 | Miðopna | 745 orð

Norræna vegabréfa-sambandinu ekki fórnað

SCHENGEN, stækkun Nato og norræn skýrsla um efnahagsbata á Norðurlöndum voru helstu umræðuefni íslenska og sænska forsætisráðherrans í gær. Hinn pólitíski hluti opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra fólst í viðræðum við Göran Persson, auk þess sem Davíð hélt fyrirlestur í sænsku utanríkismálastofnuninni. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Olíubíll valt á Suðurlandsvegi

ALLT tiltækt slökkvilið var kallað út þegar olíubíll valt á hliðina á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar síðdegis í gær og á annað tonn af gasolíu flæddi út úr tanknum. Slökkvilið sprautaði yfir svæðið froðu sem dregur í sig olíuna og olíu úr bílnum var dælt yfir á annan tankbíl. Meira
21. maí 1997 | Miðopna | 925 orð

Opinber heimsókn í góðum anda og góðu veðri

MORGUNGANGA Davíðs Oddssonar í gær var frá konungshöllinni, þar sem hann hitti Karl Gústaf Svíakonung að máli, og að þinghúsinu, þar sem Birgitta Dahl þingforseti kynnti honum þingstörfin. Í hádeginu snæddi forsætisráðherra í ráðhúsinu. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 81 orð

Óeirðir í Nicosíu

KÝPURSTJÓRN fordæmdi í gær óeirðir meðal Kýpur- Grikkja í Nicosiu á mánudagskvöld þegar 54 særðust í átökum milli lögreglumanna og ungmenna sem mótmæltu friðartónleikum á vegum Sameinuðu þjóðanna á einskismannslandi sem hefur skipt borginni frá innrás Tyrkja 1974. Þetta eru ein mestu átök sem blossað hafa upp í borginni á síðustu árum. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Óhentug staðsetning í námunda við forsetasetur HREPPSNEFND Bessastaðahrepps hafnaði á fundi sínum í gær umsókn búddista um

HREPPSNEFND Bessastaðahrepps hafnaði á fundi sínum í gær umsókn búddista um byggingu musteris og híbýla fyrir munka í Bessastaðahreppi, þrátt fyrir að skipulagsnefnd hefði mælt með byggingunni. Vegna tilmæla frá forsetaembættinu og forsætisráðherra sér meirihluti hreppsnefndar sér ekki fært að verða við beiðni búddista. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Portúgalsferð fyrir ungt fólk

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval - Útsýn efnir í samvinnu við Eurocard og FM957 til ævintýraferðar fyrir ungt og kraftmikið fólk til Algarve í Portúgal 2.-16. júlí nk, segir í fréttatilkynningu. Sérstakir fararstjórar frá FM957 og Úrvali - Útsýn hafa skipulagt dagskrá, þar sem blandað verður saman skemmtun, ævintýrum og fjölbreyttu næturlífi. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Pólýfónfélagar hittast

Á ÞESSU ári eru 40 ár frá því að Pólýfónkórinn hóf starfsemi sína undir forystu Ingólfs Guðbrandssonar. Af því tilefni hafa fyrrverandi kórfélagar ákveðið að hittast í Gullhömrum, Hallveigarstíg 1, Iðnaðarmannahúsinu, föstudaginn 30. maí. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Rafmagn hækkar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlistans gegn tveimur atkvæðum minnihluta Sjálfstæðisflokks, að hækka gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 1,7%. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að hækkanir á gjaldskrám fyrirtækja borgarinnar séu langt umfram almennar verðlagshækkanir. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 301 orð

Reynt verður að vernda hús við Laugaveg 21

BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að hefja viðræður við eiganda lóðar nr. 21 við Laugaveg um leiðir til verndunar húss á lóðinni en hann óskaði eftir niðurrifi hússins sem reist var árið 1887. Þá var samþykkt að rætt yrði við sama aðila um uppbyggingu á lóð við Klapparstíg 30. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 497 orð

Samið við ING og Banque Paribas

COLUMBIA Ventures Corporation hefur valið ING Bank International í Hollandi og Banque Paribas í Frakklandi til að sjá um verkefnisfjármögnun fyrir álver Norðuráls hf. á Grundartanga. ING og Paribas gerðu sameiginlega tilboð í fjármögnunina en alls bárust fimm tilboð frá þeim fjórum bankasamstæðum sem kepptu um að fá að fjármagna verkið. Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Samningur samþykktur

KJARASAMNINGUR Starfsmannafélags Akureyrarbæjar og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykktur með 82% greiddra atkvæða, 16% voru á móti en kjörsókn var 49%. Samningurinn gildir frá 1. apríl 1997 til 30. apríl árið 2000. Hann felur í sér 16,7% launahækkun á þessum þremur árum. 1. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Seinfeld sækir Ísland heim

BANDARÍSKI leikarinn Jerry Seinfeld er staddur hér á landi. Seinfeld er stjarna samnefndra sjónvarpsþátta, sem njóta mikillar hylli í Bandaríkjunum og víða um heim. Seinfeld er upphafsmaður, framleiðandi og aðalleikari þáttanna, sem eru margverðlaunaðir og hafa m.a. hlotið Emmy-verðlaun. Þættirnir hafa verið sýndir á Stöð 2 og mun næsta sýningartímabil hefjast í september. Meira
21. maí 1997 | Óflokkað efni | 233 orð

SIGURÐUR VE 15 914 937 1 Vestmannaeyjar

SIGURÐUR VE 15 914 937 1 VestmannaeyjarHÁBERG GK 299 366 1264 2 RaufarhöfnJÚPITER ÞH 61 747 1288 1 VopnafjörðurSUNNUBERG GK 199 385 775 2 VopnafjörðurELLIÐI GK 445 731 678 1 SeyðisfjörðurGRINDVÍKINGUR GK 6 Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 173 orð

Skiptar skoðanir um EMU á finnska þinginu

SKIPTAR skoðanir eru innan finnsku stjórnarflokkanna um ágæti þess að Finnar verði meðal fyrstu þjóða til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil Myntbandalags Evrópu (EMU). Paavo Lipponen, forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, varð fyrir harðri gagnrýni af hálfu Erkki Tuomioja, formanns þingflokks jafnaðarmanna, þegar þingið ræddi skýrslu ríkisstjórnarinnar um EMU á þriðjudaginn. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 444 orð

Sókninni haldið áfram þrátt fyrir mótmæli

TYRKIR héldu áfram hernaðaraðgerðum sínum í norðurhluta Íraks í gær og fluttu þangað liðsauka og birgðir þrátt fyrir áskoranir frá Bagdad og bandamönnum í Atlantshafsbandalaginu um að aðgerðunum yrði hætt. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Stefnið farið af Víkartindi

BÚIÐ er að fjarlægja stefnið af Víkartindi og draga það upp í fjöru á strandstað. Einnig er verið að undirbúa að losa stýrishúsið af skipinu og hífa það á land í heilu lagi. Verkið vinnur bandaríska björgunarfyrirtækið Titan. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 17 orð

Stjórnmálasamband Íslands og Armeníu

Stjórnmálasamband Íslands og Armeníu FASTAFULLTRÚAR Íslands og Armeníu hafa undirritað sameiginlega yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 124 orð

Stærð þorskstofnsins ofmetin

NORSKIR fiskifræðingar segja að stærð þorskstofnsins í Barentshafi sé ofmetin en veiðikvóti norskra og rússneskra stjórnvalda þar er óvenjumikill í ár, 850.000 tonn. Hefur hann ekki verið eins mikill frá árinu 1977. Fiskifræðingarnir segja ástandið þó ekki svo alvarlegt að skera þurfi niður áður ákveðinn kvóta. Meira
21. maí 1997 | Erlendar fréttir | 271 orð

Taleban lýsir yfir nýjum landvinningum

TALEBAN-hreyfingin, sem nú fer með völd í tveimur þriðju hlutum Afganistans, kveðst hafa náð á sitt vald borgunum Kunduz og Sar-i- Pul auk Shibar þjóðleiðarinnar sem liggur til borgarinnar Bamiyan í Mið-Afganistan og er auk þess mikilvægur tengiliður við norðurhéruð landsins. Andstæðingar þeirra neita hins vegar öðru en því að Kunduz hafi fallið. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Tíu ára afmælishátíð Hjallasafnaðar

NÚ í vor á Hjallasöfnuður í Kópavogi tíu ára afmæli, en söfnuðurinn var formlega stofnaður hinn 25. maí 1987. Í tilefni þess mun Hjallakirkja standa fyrir afmælisviku dagana 20.­25. maí. Dagskrá vikunnar er sem hér segir: Í gær kynnti kór Hjallakirkju starfsemi sína og söng fyrir gesti og í dag kl. 17.30 verður barna- og æskulýðsstarf í Hjallakirkju kynnt. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

"Túnfiskveiðar"

MENN frá Skógræktarfélagi Rangæinga breiddu gamla loðnunót á tún austan við Hvolsvöll í liðinni viku. Elías Eyberg, Kristþór Breiðfwjörð og Garðar Halldórsson harðneituðu því að þær væru að reyna túnfiskveiðar en gáfu þá skýringu að þeir væru að skera nótina í sundur og ætluðu að nota bútana til að binda sand í varnargörðum sem verið er að setja upp við Þverá sem þarna rennur hjá. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Vatnsveita Reykjavíkur fær viðurkenningu fyrir innra eftirlit

Í REGLUGERÐ um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla sem út kom árið 1994, voru vatnsveitur landsins skilgreindar sem matvælafyrirtæki. Í sömu reglugerð er tekið fram að matvælafyrirtæki skuli starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla og að vörurnar uppfylli að öðru leyti þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 281 orð

Viðræður um frekari viðskipti

VINNU við rússneska frystitogarann Opon er lokið hjá Slippstöðinni hf. og hélt togarinn frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur sl. sunnudag, þar sem tekin verða veiðarfæri um borð. Framkvæmd var svokölluð klassaskoðun á skipinu hjá Slippstöðinni, auk þess sem gerðar voru viðamiklar endurbætur á vinnslubúnaði þess og flokkunarbúnaður frá Marel settur um borð. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vilja bjóða Dalai Lama hingað

AÐALFUNDUR Kínversk-íslenska menningarfélagsins var haldinn 14. maí sl. Í skýrslu stjórnar kom fram að starfsemi félagsins var með mesta móti síðastliðið starfsár. Hæst bar Kínadaga '97 sem félagið efndi til í Perlunni dagana 7.­9. febrúar í samvinnu við Íslensk-kínverska verslunarráðið og utanríkisráðuneytið. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 27 orð

Vorfundur Snigla

VORFUNDUR Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldisins, verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 20 að Bíldshöfða 18. Aðalumræðuefni verða samskipti bifhjólamanna og lögreglu, umferðarslys á mótorhjólum, tryggingamál o.fl. Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Vorsýning Fimleikaráðs Akureyrar

VORSÝNING Fimleikaráðs Akureyrar var haldin í KA- heimilinu um síðustu helgi. Þetta var jafnframt afmælissýning en FRA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Starfið hjá FRA er með miklum blóma og voru tæplega 200 börn og unglingar á aldrinum 4-16 ára við æfingar í vetur. Tóku þau flest þátt í sýningunni og stóðu sig með miklum sóma. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 467 orð

VSÍ telur verkfallsvörslu og samúðarverkfall ólögleg VINNUVEITENDASAMBAND Íslands telur aðgerðir verkfallsvarða í

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands telur aðgerðir verkfallsvarða í Hafnarfjarðarhöfn í gær ólögmætar og hefur fyrir hönd Frosta hf. á Súðavík lýst ábyrgð á hendur Alþýðusambandi Vestfjarða og hlutaðeigandi stéttarfélögum vegna tjóns sem Frosti hefur orðið fyrir þegar löndun var stöðvuð úr frystiskipinu Bessa í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 809 orð

Þetta var erfið en rétt ákvörðun

EVERESTFARARNIR, Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, neyddust til að hætta við að ganga á tind Everest í fyrrakvöld þegar þeir voru staddir í rúmlega 8.100 metra hæð. Björn sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verið erfið ákvörðun, en hún hefði verið rétt. Meira
21. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Þyrla sótti slasaðan mann á Glerárdal

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann inn að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar í Glerárdal á mánudagskvöld. Fjórir vélsleðamenn voru saman á ferð í Glerárdal. Síðdegis fór einn þeirra, maður um þrítugt, fram af snjóhengju, hann féll af sleðanum og er talið að hann hafi lent undir honum. Var hann illa brotinn á fæti og handleggsbrotinn. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 344 orð

Öfluðu sér reynslu í hjálparsveitunum

ÍSLENSKU Everest-fararnir hafa áralanga reynslu af fjallgöngu og björgunarstörfum á vegum Hjálparsveitar skáta og Landsbjargar. Ingimar Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, segir að sú reynsla sem þeir hafi aflað sér af störfum fyrir hjálparsveitirnar geri þeim kleift að takast á við verkefni eins og að klífa hæsta fjall heims. Meira
21. maí 1997 | Innlendar fréttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

21. maí 1997 | Leiðarar | 567 orð

LeiðariSTAÐAN Á VESTFJÖRÐUM INNUDEILAN milli Alþýðusamba

LeiðariSTAÐAN Á VESTFJÖRÐUM INNUDEILAN milli Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda á Vestfjörðum er í algjörum hnút, sem virðist vera illleysanlegur. Verkföll þar vestra hafa nú staðið á 5. viku og eru vestfirzkir verkfallsverðir á ferð um landið til þess að koma í veg fyrir landanir vestfirzkra fiskiskipa utan heimahafna. Meira
21. maí 1997 | Staksteinar | 284 orð

Staksteinar Áhrif stjórnmálamanna í bankakerfinu »

VÍSBENDING, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, ræðir í baksíðuramma um mismunandi stöðu mála hér og í Bretlandi varðandi efnahags- og vinnumarkaðsmál: "Þrátt fyrir að Verkamannaflokkurinn í Bretlandi hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherzlu á að hann hygðist ekki snúa af braut frjálslyndrar efnahagsstefnu þótti full ástæða til þess að vera á verði, Meira

Menning

21. maí 1997 | Myndlist | 389 orð

AÐ KAMBI

Sýning Gunnars Arnar. Opið alla daga frá morgni til kvölds. Út maímánuð. Aðgangur ókeypis. JAFNAN er viss þokki yfir vinnustofusýningum listamanna, einkum vegna þess, að skoðandinn kemst nær listamanninum og minnist við nánasta umhverfi hans. Meira
21. maí 1997 | Tónlist | 616 orð

Að kveða eða syngja

Á fyrstu tónleikum á Kirkjulistahátíð '97 fluttu Halvor Håkanes, Per Sæmund Bjørkum og Kåre Nordstoga gamalt norskt leiðslukvæði og orgelprelúdíu eftir Nicolaus Bruhns. Sunnudagurinn 18, maí 1997. Á KIRKJULISTAHÁTÍÐINNI í ár verða haldnir sjö tónleikar og voru þeir fyrstu, sl. sunnudag, helgaðir danskri og norskri tónlist. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 517 orð

Arabísk tónlist að ryðja sér braut í Bandaríkjunum

Arabísk tónlist að ryðja sér braut í Bandaríkjunum Arabísk þjóðlagatónlist er ekki að allra smekk utan arabalandanna og mörgum þykir hún eintóna og tilbreytingarlaus ­ án blæbrigða og hrynjandi. En við nánari kynni er þessi tónlist áleitin og heillandi. Meira
21. maí 1997 | Kvikmyndir | 227 orð

Arthur Hiller eða Alan Smithee

BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Arthur Hiller hefur nýlega lokið við myndina "An Alan Smithee Film". Hún er um kvikmyndaleikstjóra sem er óánægður með endanlega útgáfu nýjustu myndar sinnar og vill ekki að nafn sitt tengist verkinu. Skáldskapurinn hefur haft einhver áhrif á Hiller vegna þess að hann er nú að gera svipaðar kröfur um sitt verk. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 52 orð

Álafosskórinn með tvenna tónleika

ÁLAFOSSKÓRINN lýkur vetrarstarfi sínu með tvennum tónleikum. Þeir fyrri verða í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ miðvikudaginn 21. maí kl. 20.30 og þeir seinni í Grensáskirkju fimmtudaginn 22. maí kl. 20.30. Sungin verða íslensk lög og nýtt verk, Eyjan, eftir söngstjóra kórsins, Helga R. Einarsson. Undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. ÁLAFOSSKÓRINN. Meira
21. maí 1997 | Tónlist | 548 orð

Bjartar hátíðarhorfur

Verk eftir Milhaud, Sarasate, Brahms og Dvorák. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó; Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, píanó; Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópran; Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Sigurður Ingi Snorrason, klarínett; Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla. Hveragerðiskirkju, sunnudaginn 18. maí kl. 20.30. Meira
21. maí 1997 | Kvikmyndir | 363 orð

Cannes-verðlaunin

ÍRANSKI leikstjórinn Abbas Kiarostami og japanski leikstjórinn Shohei Imamura deildu Gullpálmanum á fimmtugustu Cannes-kvikmyndahátíðinni. Myndir Kiarostami og Imamura, "The Taste of the Cherry" og "Unagi", eiga það sameiginlegt að vera dramatískar kvikmyndir um mannlegt eðli í nútímasamfélagi. "The Taste of the Cherry" fjallar um mann sem er að hugleiða sjálfsmorð. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 226 orð

Danir ráða ekki við að kaupa Gauguin-mynd

Danir ráða ekki við að kaupa Gauguin-mynd Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NY Carlsberg-sjóðnum dugðu ekki til þær 20 milljónir danskra króna, sem ætlaðar voru til að kaupa sjálfsmynd af Gauguin. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Dreymir um að fara aftur í skóla

LEIKKONAN Tiffani Amber Thiessen, þekkt úr þáttunum 90210, hefur aldrei verið í framhaldsskóla. Ástæðan er sú að þegar hún var á framhaldsskólaaldri var hún upptekin við það að leika framhaldsskólanema. Frami Tiffany byrjaði í Barbie auglýsingum fyrir "Peaches og Cream Barbie" þegar hún var 13 ára gömul og eftir það rann leikferillinn í gang. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Emblur í Stykkishólmi halda vorvöku

KVENNAKLÚBBURINN Embla í Stykkishólmi hélt vorvöku fyrir skömmu. Að þessu sinni bar hún yfirskriftina Vor við sæinn og var dagskráin tileinkuð sjónum og sjómennsku. Lúðvík Kristjánsson rithöfundur var heiðursgestur, en hann er fæddur í Stykkishólmi. Emblur héldu sýningu í Norska húsinu og voru þar sýnd listaverk eftir ýmsa listamenn, m.a. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Gersemar úr rafi

SÝNING á hlutum úr rafherberginu svokallaða hófst í Moskvu um hvítasunnuhelgina en þeir hurfu í heimsstyrjöldinni síðari frá Sovétríkjunum. Höfðu þýskir nasistar gersemar úr rafi og mósaíkmyndir úr herberginu á brott með sér í stríðinu og hefur ekkert til þeirra spurst, þar til nýlega, að þýskir og rússneskir tollverðir gerðu yfir 1.300 kg. af rafi og myndum upptæk hjá smyglurum. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 187 orð

Gunnar klárar með Rodolfo í Lyon

Gunnar klárar með Rodolfo í Lyon París. Morgunblaðið. GUNNAR Guðbjörnsson tenórsöngvari syngur nú sitt stærsta hlutverk til þessa í óperunni í Lyon. Hann syngur Rodolfo í La Boh`eme og á fimmtudaginn er síðasta sýningin á dagskrá og þar með lýkur föstum samningi Gunnars í Lyon. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Handverksbúð sett upp í Firðinum

Í NÆSTA húsi við Fjörukrána í Hafnarfirði, í Smiðjunni undir Hamrinum, er búið að setja upp handverksmiðstöð víkinga. Þar verða með aðsetur einstaklingar og fyrirtæki sem sérhæfa sig í handverki og framleiðslu muna sem tengjast víkingatímanum. Ljósmyndari Morgunblaðsins var viðstaddur vígsluathöfnina. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 532 orð

Íslenskir galdrar í London

RAGGA and the Jack Magic Orchestra eru nú á tónleikaför um Bretlandseyjar í tilefni af útgáfu geisladisks. Nú þegar hafa verið gefnir út tveir litlir diskar með lögum af stóra disknum. Hljómsveitin sem er í raun tríó er auk Röggu og Jakobs skipuð Mark Stephen Davies sem gengur einnig undir nafninu The Pylon King. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 180 orð

James Bond nýtur lífsins sem pabbi

JAMES BOND-stjarnan Pierce Brosnan er orðinn pabbi í annað skipti.Hann eignaðist son í janúar með kærustu sinni til þriggja ára, sjónvarpskonunni Keely Shaye- Smith. Parið, sem nýbúið er að kaupa sér hús í Malibu, er yfir sig ástfangið og í skýjunum yfir syninum. Það hefur þó ekki ennþá verið rætt neitt um brúðkaup. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Karnivalstemmning

BRASILÍSKT kvöld var á Bjórkjallaranum fyrir skömmu. Sýndur var brasilískur dans og reynt að skapa ekta brasilískt andrúmsloft. Sett var upp bananatré og klæddist starfsfólk karnivalfötum. Dansað var svo fram á nótt við salsatónlist af hljómplötum. Meira
21. maí 1997 | Kvikmyndir | 420 orð

Kraftlítið eldgos

Leikstjóri: Roger Donaldson. Handrit: Leslie Bohem og Allan Scott. Tæknibrellur: Ranch Entertainment/ CIS Hollywood/ Computer Film Company/ Digital Domain. 110 mín. Bandarísk. Universal Pictures/ Pacific Western. 1997. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 178 orð

Litli prins Harry keyrir bíl og skýtur villt

ÞAÐ VIRÐIST vera sem Karl prins hafi nóg með sitt og láti barnapíuna Tiggy Legge- Bourke algjörlega um uppeldi sonar síns Harry, en greinilega með misjöfnum árangri. Díana prinsessa og breska þjóðin eru gjörsamlega í sjokki þessa dagana eftir að myndir af syninum Harry birtust í enskum blöðum. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 252 orð

Matthías ræðir samtöl sín við Halldór

Laxnessár í Norræna húsinu Matthías ræðir samtöl sín við Halldór Á 95. afmælisári Halldórs Laxness verður efnt til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk þess á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Fimmtudaginn 22. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 204 orð

Með ösku söngvara Nirvana á gólfinu hjá sér í tvö ár

"ÉG HEF ekki kunnað við að ryksuga þetta upp. Eftir allt þá er þetta eitthvað meir en bara venjulegur skítur,"segir miðilinn Thaddeus Gunn sem segist hafa haft öskuna af söngvara hljómsveitarinnar Nirvana á gólfinu hjá sér í tvö ár. Þegar söngvarinn Curt Cobain, dó árið 1994 var lík hans brennt. Meira
21. maí 1997 | Myndlist | 390 orð

Mjúkkornað

Sýning Magðalenu M. Hermanns. Opið alla daga frá 11­23.30. Til 28. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ber ánægjulegri þróun vitni, að ljósmyndasýningum virðist vera að fjölga í listhúsum borgarinnar, og er í samræmi við sókn miðilsins á listavettvangi víðast hvar. Meira
21. maí 1997 | Kvikmyndir | 72 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Keðjuverkun (Chain Reaction) Beint í mark (Dead Ahead) Jarðarförin (The Funeral) Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 139 orð

Ný Anna Nicole?

ÞAÐ VAR gallabuxnafyrirtækið Guess sem skaut fyrirsætunni Önnu Nicole Smith fyrst upp á stjörnuhimininn og gerði hana fræga í gegnum auglýsingar sínar. Nú býst hinni sænsku Victoriu Silvstedt sama tækifæri þar sem hún hefur verið kosin hin nýja gallabuxnastúlka hjá fyrirtækinu. Meira
21. maí 1997 | Tónlist | 582 orð

Ný og gömul rómantík

Verk eftir Schumann, Atla Heimi Sveinsson og Brahms. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó; Guðný Guðmundsdóttir, fiðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, píanó; Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópran; Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Sigurður Ingi Snorrason, klarínett; Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla. Hveragerðiskirkju, laugardaginn 17. maí kl. 17. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 317 orð

Orgel og slagverk

KIRKJULISTAHÁTÍÐ hófst á hvítasunnudag með opnun myndlistarsýningar og tónleikum. Í dag, miðvikudag, kl. 17 verða tónleikar þar sem Mattias Wager og Anders Åstrand leika á orgel og slagverk. Verkin sem flutt verða eru Bolero eftir Maurice Ravel og Prelúdía í C-dúr BMV 547, en einnig munu þeir flytja spuna. Mattias Wager er fæddur í Stokkhólmi 1967. Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 147 orð

Óperukórinn á leið til Ítalíu

Óperukórinn á leið til Ítalíu KÓR Íslensku óperunnar æfir nú af kappi fyrir væntanlegt kórferðalag í júníbyrjun. Ferðinni er heitið til N­Ítalíu þar sem kórinn mun syngja á fernum tónleikum, í Riva del Garda, Bassano del Grappa, Bologna og Flórens. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 264 orð

Sjálfsmorðsáætlunin varð að brúðkaupsveislu

ÞETTA er besti dagur lífs míns. Ég er svo hamingjusöm yfir því að hafa fengið að upplifa þetta." Þetta eru orð hinnar 18 ára gömlu Ruth Mackay sem giftist nýlega kærasta sínum, Jon Barry, sem er 27 ára. Parið ætti með réttu ekki að vera á lífi því fyrir einu ári ákváðu þau að fremja sjálfsmorð. Meira
21. maí 1997 | Tónlist | 453 orð

Sungið og leikið af mikilli list

Signý Sæmundsdóttir, Jón Þorsteinsson og Gerrit Schuil fluttu ljóðasöngva og kansónettur eftir Franz Peter Schubert. Laugardagurinn 17. maí 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á fjórum Mignon-söngvum er Schubert samdi við kvæði eftir Goethe, Nur wenn die Sehnsucht kennt, Heiss mich nicht reden, So lasst mich scheinen og Kennst du das Land, Meira
21. maí 1997 | Tónlist | 474 orð

Tignun og tilbeiðsla

Hannfried Lucke, Douglas A. Brotchie undir stjórn Harðar Áskelssonar fluttu verk eftir Britten, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Messiaen, Kodály, Peter Eben og Jean Langlais. Mánudagurinn 19. maí, 1997. Á ÖÐRUM tónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju var Mótettukór Hallgrímskirkju í aðalhlutverki og hóf tónleikana á Festival Te Deum, eftir Britten, samið fyrir kór, Meira
21. maí 1997 | Menningarlíf | 145 orð

TímaritÚT ER komið vorhefti bókmenntatímaritsins

TímaritÚT ER komið vorhefti bókmenntatímaritsins Andblæs, en tímaritið kemur nú út í sjötta sinn. Í Andblæ hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að birta nýjan frumsaminn skáldskap. Meira
21. maí 1997 | Tónlist | 524 orð

Tónlistarhátíð Hvergerðinga

Anna Guðný Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Peter Máte, Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður Ingi Snorrason og Unnur Sveinbjarnardóttir opnuðu tónlistarhátíð í Hveragerði og fluttu verk eftir Brahms, Schubert og Mozart. Föstudagurinn 16. maí 1997. Meira
21. maí 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Vordagar í Tjarnarskóla

ÞRÁTT fyrir að prófangan sé í lofti hafa námsbækurnar ekki mikið aðdráttarafl, að minnsta kosti ekki þegar sólin skín á Tjarnarbakkanum. Fyrir stuttu brugðu nemendur 9. ASÞ í Tjarnarskóla sér í Öskjuhlíðina til að njóta vorblíðunnar og nýta sér klifurgrindina, sippubandið og snúsnúbandið. Meira
21. maí 1997 | Kvikmyndir | 151 orð

(fyrirsögn vantar)

KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Dimension Films, sem er angi af Miramax, keypti réttinn til að gera framhaldsmyndir um stríðshetjuna Rambó á uppboði á eignum Carolco- kvikmyndafyrirtækisins. Auk þess keypti Dimension Films réttinn til þess að gera framhaldsmyndir eftir "Total Recall", en eftir er að bjóða upp framhaldsmyndaréttinn fyrir "The Terminator". Meira

Umræðan

21. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 659 orð

Foreldravandamál

EKKI barnið mitt er eitt vinsælasta orðatiltæki sem til er í orðaforða íslenskra foreldra. Barnið mitt slæst ekki. Barnið mitt stelur ekki. Barnið mitt lærir af mistökunum sínum. Barnið mitt mun aldrei velja sér vini sem reykja. Barnið mitt mun aldrei umgangast rumpulýð sem drekkur áfengi. Barnið mitt mun aldrei nota eiturlyf. Barnið mitt veit ekki einu sinni hvað eiturlyf eru. Meira
21. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 381 orð

Heilsa, þrek og hreyfing á Íslandi

Í ÞEIM vestrænu þjóðfélögum þar sem hreyfing fólks hefur verið könnuð hefur komið í ljós að hlutfallslega fáir stunda reglubundna hreyfingu. Þessi niðurstaða hefur komið mörgum á óvart því mikill áróður fyrir líkamsrækt og áhrifum hennar á heilsu hefur verið rekinn undanfarna áratugi. Hvað veldur þessu er ekki alveg ljóst en víða standa einmitt yfir rannsóknir á þessu. Meira
21. maí 1997 | Aðsent efni | 462 orð

Lægstu laun og þjónustugjöld

NOKKRAR umræður virðast hafa orðið um túlkun mína á nýlegri rannsókn um læknisleit og lyfjakaup þeirra lægst launuðu í samanburði við þá sem hærri laun hafa. Spurningar voru teknar með að beiðni minni í rannsókn á högum barnafjölskyldna er Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir hafði gert og kostuð er að verulegu leyti af embættinu án sérstakrar fjárveitingar. Meira
21. maí 1997 | Aðsent efni | 1110 orð

Óbyggðir Íslands og almannahagsmunir

Á SÍÐASTA ári voru málefni miðhálendisins mjög til umræðu manna á meðal og létu þá fjölmiðlar sig sannarlega varða margt það, sem snertir eignarrétt yfir hálendissvæðum, stjórn skipulags- og byggingarmála þar, fyrirhugaða eða mögulega vegagerð eða annars konar mannvirkjagerð, framtíð ferðamála á hálendinu almennt og umferðar- og dvalarrétt almennings á landsvæðum utan byggða. Meira
21. maí 1997 | Aðsent efni | 997 orð

Óhrein orð!

ÉG ætla í grein þessari að gera tvær blaðagreinar að umtalsefni og fjalla einkum um orðaval í þeim. Greinarnar fjalla báðar um álver á Grundartanga og mótmæli gegn þeim, önnur birtist í Morgunblaðinu og hin í DV. Meira
21. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 384 orð

Sammála Jóhannesi

ÉG vil með fáeinum orðum þakka Jóhannesi Bergsveinssyni lækni fyrir sérstaklega góða grein í Mbl. 11. maí sl. Ég er honum alveg sammála og reynsla mín undanfarin ár hefir svo sannarlega sýnt að eftir því sem verð á áfengi og bjór og öðrum fíkniefnum er hærra, því meir minnkar neysla þess og ég er líka þess fullviss að erlendir ferðamenn sækja ekki hingað til að ná í ódýrt áfengi. Meira
21. maí 1997 | Aðsent efni | 1066 orð

SVR stefnir á stundvísi

ÞJÓNUSTA SVR er í stöðugri þróun og öðru hverju þarf því að gera breytingar á henni. Hinn 15. ágúst í fyrra voru gerðar mjög veigamiklar breytingar, en gamla kerfið var að stofni til frá 1970. Akstursleiðum var breytt og tíðni stóraukin. Meira

Minningargreinar

21. maí 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Arndís Stefánsdóttir

Nú er elsku amma og langamma okkar dáin. Það hvarflaði ekki að okkur að hún yrði tekin frá okkur svona fljótt, en nú er hún komin til afa og líður vonandi vel. Síðustu vikurnar voru mjög erfiðar fyrir hana og einnig fyrir okkur fjölskylduna. Við héldum alltaf að hún ætti eftir að hressast og koma aftur heim en svo varð ekki. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 296 orð

Arndís Stefánsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Arndís Stefánsdóttir, er látin. Það er ávallt þungbært að horfa á eftir ástvinum sínum. Mig langar með þessum línum að minnast hennar og þakka fyrir þá samfylgd sem við áttum síðasta áratuginn. Þegar ég kom í fjölskylduna fyrir um ellefu árum tóku sæmdarhjónin Ási og Dísa mér opnum örmum. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 186 orð

Arndís Stefánsdóttir

Elsku Dísa mín, þú átt eftir að vera ævinlega ofarlega í huga mínum. Ekki hvarflaði að mér þegar ég kvaddi þig að það væri í síðasta sinn. Þér líður örugglega betur núna eftir þessi erfiðu veikindi sem þú lentir í. Nú hefur þú loksins hitt hann Ása þinn, hann hefur örugglega tekið vel á móti þér. Það er margs að minnast eftir öll þessi ár. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 812 orð

Arndís Stefánsdóttir

Vorið er á næsta leiti, gróður jarðar er að sýna okkur að upp sé runnin sú árstíð sem eflir og þroskar gróður sem móðurmoldin nærir. Fuglakvak og vængjaþytur vorfuglanna berst til eyrna okkar. Öll hlökkum við til þeirrar árstíðar sem í vændum er. Þannig er máttur þeirra sem hefur hagsæld okkar í hendi sinni. Þótt okkur þyki við hart leikin, þá duga æðruorð sára lítið. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 194 orð

ARNDÍS STEFÁNSDÓTTIR

ARNDÍS STEFÁNSDÓTTIR Arndís Stefánsdóttir var fædd í Miðhúsum, Reykjafjarðarhreppi í Ísafjarðardjúpi 30. janúar 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Pálsson, bóndi á Miðshúsum og síðar í Hnífsdal, og Jónfríður Elíasdóttir frá Uppsölum, Ketildalahreppi, V-Barð. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 45 orð

Arndís Stefánsdóttir Elsku langamma, okkur langar að þakka þér fyrir þær góðu stundir er við áttum með þér. Leiddu mína litlu

Elsku langamma, okkur langar að þakka þér fyrir þær góðu stundir er við áttum með þér. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Hvíl í friði Andrea, Fríða Rún og Hildur Elísabet. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 60 orð

Arndís Stefánsdóttir Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann

Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 54 orð

Arndís Stefánsdóttir Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af

Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir). Dísa mín. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 495 orð

Árni Pétur Lund

Árni Pétur Lund er látinn. Okkur langar til að minnast góðs vinar sem svo skyndilega er fallinn frá. Sameiginlega höfum við sem skrifum þessar línur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Árna, sönnum og góðum dreng og erum ríkari fyrir vikið. Þegar við hugsum til Árna kemur margt fram í hugann. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 361 orð

Árni Pétur Lund

Elsku bróðir minn, Árni Pétur. Nú ertu farinn án þess að ég gæti kvatt þig. Reyndar var ég svo lánsamur að hafa verið úti í Danmörku fyrir þremur vikum, þar sem við áttum virkilega góðar stundir saman. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 404 orð

Árni Pétur Lund

Heiðarlegur, réttsýnn og trygglyndur. Þessi orð áttu öll vel um frænda minn, Árna Pétur Lund sem lést allt of ungur í blóma lífsins, 25 ára. Andlát hans kom fyrirvaralaust og skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Árni var elsta barnabarn foreldra minna, alnafni afa síns og hafði hjá þeim mikla sérstöðu, m.a. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 896 orð

Árni Pétur Lund

Norður á Miðtúni á Melrakkasléttu var gott að alast upp, bæði fyrir þá sem þar áttu heima og einnig fyrir þá fjölmörgu sem dvöldu þar í sveit um lengri eða skemmri tíma. Það var nefnilega þannig að margir komu ungir í sveit til Árna Péturs og Helgu og sumir meira að segja svo ungir að þeir mundu varla eftir því og það var einnig þannig að margir komu aftur og aftur ­ og aftur, Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Árni Pétur Lund

Árni frændi er dáinn. Það getur ekki verið? Hann sem var svo léttur þegar ég talaði við hann í símann um daginn og sagðist hann þá ætla að koma heim í sumar. Í haust fór ég til Danmerkur og heimsótti þá m.a. Árna og Steinu í Álaborg . Það var auðsótt mál og þrátt fyrir þröng á þingi var mér plantað í sófann og hjá þeim var ég í rúman mánuð. Ég man allar góðu stundirnar á heimili þeirra. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 112 orð

ÁRNI PÉTUR LUND

ÁRNI PÉTUR LUND Árni Pétur Lund var fæddur í Reykjavík 2. ágúst 1971. Hann lést í Álaborg í Danmörku 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Ásdís Karlsdóttir gjaldkeri, f. 2. apríl 1947, og Maríus Jóhann Lund trésmíðameistari, f. 11. júní 1946. Bræður Árna Péturs eru Bergþór vélsmiður, f. 3. maí 1975, og Karl, f. 12. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 384 orð

Elín Edda Guðmundsdóttir

Stundum vantar Guð engla og þá reynir hann að velja fallegasta og hjartahreinasta fólkið. Móðir mín var falleg bæði að utan og innan. Hún trúði á hið góða í lífinu og reyndi að vera góð fyrirmynd fyrir okkur. Ég veit ekki hvort hún vissi hversu mikið ég dáði hana og reyndi að líkjast henni bæði í huga og í útliti. Hún var alltaf glæsileg, hafði aðlaðandi framkomu og göfuga hugsun. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Elín Edda Guðmundsdóttir

Dóttir í dýrðarhendi. Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Péturss. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 90 orð

Elín Edda Guðmundsdóttir

Elsku Edda. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér á síðasta ári. Ekki eru til orð yfir það mikla áfall að þú skyldir hafa verið orðin svona veik, er þú varst hér með okkur í Flórída. Fimmtugsafmælið þitt og jólin eru okkur sérstaklega minnisstæð. Við viljum kveðja þig með þessum orðum úr Biblíunni: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 1405 orð

Elín Edda Guðmundsdóttir

Á einum fegursta degi þessa sumars, kvaddi hún Edda okkar þennan heim eftir erfiða baráttu við þann vágest sem alla hræðir. Það syrti snögglega að. Spurningar vakna. Hvers vegna? Hver er tilgangur lífsins? Af hverju hún, sem allt vildi gera til að öðrum liði vel? Svörin veit Hann einn sem öllu ræður. Við lítum til baka og minningarnar hrannast upp. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 241 orð

ELÍN EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR

ELÍN EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR Elín Edda Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1946. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, f. 13. nóvember 1919, og Elín Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 12. júlí 1923. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 379 orð

Jónas Eggert Tómasson

Í dag verður borinn til hinstu hvílu í Stafholtskirkjugarði Jónas E. Tómasson frá Sólheimatungu. Hann fæddist og ólst þar upp og þar bjó hann allan sinn aldur. Á bernskuárum okkar áttum við marga samfundi, enda náin frændsemi og mikill samgangur milli heimila okkar. Í minningum bernskuáranna eru þeir fundir skýrir og ljósir. Þá var margt með öðrum brag en nú. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Jónas Eggert Tómasson

Jónas Eggert Tómasson, bóndi í Sólheimatungu, verður borinn til grafar í dag. Allir sem þekktu hann minnast hans með þakklæti og virðingu. Hann var einkar góðviljaður, hjálpsamur og vandaður maður. Banamein hans var hjartaslag. Daginn áður en hann lést hafði hann sinnt bústörfum án þess að kvarta um óþægindi, en að morgni var hann látinn. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 470 orð

Jónas Eggert Tómasson

Jónas Eggert Tómasson, bóndi í Sólheimatungu í Borgarfirði og móðurbróðir okkar, varð bráðkvaddur aðfaranótt mánudagsins 12. maí síðastliðinn. Við systkinin dvöldumst mikið í Sólheimatungu á sumrin sem börn og unglingar og aðstoðuðum Jónas og Sigurð bróður hans við bústörfin eins og algengt var með kaupstaðabörn á þeim árum. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 254 orð

JÓNAS EGGERT TÓMASSON

JÓNAS EGGERT TÓMASSON Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. janúar 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd á Hólmlátri á Skógarströnd 26. janúar 1892, dáin 13. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 420 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Ég vil með fáum orðum minnast tengdaföður míns Sigurðar Halldórs eða "Sigga afa" eins og hann var alltaf kallaður á heimili mínu. Siggi var perla, sem við munum alltaf minnast með hlýju, þakklæti og virðingu. Það var alltaf gaman, þegar við fórum öll saman norður í Ólafsfjörð að Hóli. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 258 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Hann afi okkar hefur nú yfirgefið þennan heim. Loks hefur hann fengið hvíld frá erfiðum veikindum og er kominn á nýjan og betri stað. Afi var alltaf svo hraustur og duglegur en af einhverjum ástæðum hefur hann verið tekinn frá okkur alltof snemma. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Þegar árin færast yfir heltast úr lestinni æ fleiri úr þeirri kynslóð á undan mér sem ég mat svo mikils og tel mikla eftirsjá í. Sú kynslóð sem man tímana tvenna, kynslóð sem flutti þjóðina úr fátækt til hagsældar. Þriðjudaginn 13. maí var frá okkur tekinn Sigurður Halldór, tengdafaðir minn, sem þá hafði af miklum hetjuskap tekist á við krabbamein en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Nú er Sigurður afi okkar dáinn. Það er skrýtið að hugsa sér dagana án hans afa. Hann átti svo fast sæti í tilveru okkar frá degi til dags. Það var gott að tala við Sigga afa. Það var gaman að fara með honum í sveitina norður að Hóli. Við hlustuðum á hann með athygli og gerðum áætlanir um margt það sem við ætluðum að gera saman. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 853 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Kynni okkar Sigurðar Halldórs Gíslasonar hófust fyrir tæpum þrettán árum, þegar Bjarni sonur hans og Kristín Bessa dóttir mín rugluðu saman reytum sínum. Hæglátur og hlýr var hann, dulur, ofurlítið kíminn, traustur og fastur fyrir - ekki gefinn fyrir að láta af sínu eftir að hann hafði komist að niðurstöðu um eitt eða annað. Þannig skynjaði ég Sigurð Halldór, þegar ég sá hann fyrst. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Með þessum örfáu línum vil ég minnast móðurbróður míns og góðs frænda. Þó ég hafi vitað að hverju stefndi þá var mér mikið brugðið laugardaginn 10. maí sl. þegar ég kom í Kópavoginn til að hitta Sigga og hans yndislegu fjölskyldu, hvað þá var af honum dregið, svo það kom ekki á óvart þegar tilkynnt var um andlát hans. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Elsku afi minn. Það er skrítið að hugsa til þess að koma til ömmu og vita að þú sitjir ekki í hægindastólnum þínum, með tóbaksdósina í annarri hendi og vasaklútinn í hinni. Þú ert kominn til foreldra þinna og ég veit að þér líður vel, en undanfarna daga leið þér ekki sem best. Þú varst alltaf svo hress og hraustur og gafst aldrei upp. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 268 orð

Sigurður Halldór Gíslason

Með hlýhug og virðingu í hjarta kveðjum við tengdaföður og vin. Sigurður, eða Siggi eins og hann var alltaf kallaður, reyndist okkur allt frá fyrstu kynnum afar vel. Hann var hæglátur og hlýr í viðmóti, það var hans aðalsmerki. Hann var einstaklega hjálpsamur og laginn og fátt var það sem hann ekki gat gert. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 392 orð

SIGURÐUR HALLDÓR GÍSLASON

SIGURÐUR HALLDÓR GÍSLASON Sigurður Halldór Gíslason fæddist á Hóli í Ólafsfirði 25. desember 1923. Hann lést á heimili sínu, Reynihvammi 43, Kópavogi, 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Stefán Gíslason, bóndi á Hóli, f. 5. des. 1897, d. 26. mars 1981, og kona hans Kristín Helga Sigurðardóttir, f. 6. júní 1897, d. 10. sept. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 644 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Vorið sínum laufsprota á ljórann ber, ég fer á fund við ástina í fylgd með þér. Er það ekki skrítið, elsku Sólveig, að þessar ljóðlínur eftir Þorgeir Sveinbjarnarson koma mér í huga, þegar ég horfi á þig í hinzta sinn á líkbörunum? Húðin er silkimjúk en köld, lífið er slokknað. Þú ert farin. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 481 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Móðurástin er himnesk. Hún leiðir okkur og verndar og er alltaf svo góð. Hún fyrirgefur allt og finnur alltaf rétta augnablikið til uppörvunar. Systir ljóssins, sem glæddi lífið og vonina í mannkyninu. Sólveig var yndislegur fulltrúi móðurástarinnar. Hún fylgdist með börnum sínum og barnabörnum, studdi þau í blíðu og stríðu og gladdist með þeim á góðri stundu. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 777 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Sunnudaginn 11. maí sl. lést á Landspítalanum Sólveig Ólafsdóttir, ekkja stjórnmálaskörungsins Hannibals Valdimarssonar. Sólveig fæddist að Strandseljum við Ísafjarðardjúp árið 1904 og var á 94. aldursári þegar hún lést. Hún stundaði nám við Núpsskóla í Dýrafirði, sem var fræðasetur vestfirskra ungmenna þá og lengi síðan og að dvölinni þar lokinni við Kvennaskólann á Blönduósi. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 467 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Sólveig Ólafsdóttir frá Strandseljum við Ísafjarðardjúp var með stærstu konum þessarar aldar á Íslandi, þótt jarðlíkaminn næði fæstum afkomendunum í öxl. Hún var af þeirri kynslóð sem fæddist beint í skaut Móður Náttúru, ólíkt langömmubörnunum hennar sem nú eru borin í rafskaut tæknivæddra fæðingarverksmiðja. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 359 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Það var alltaf einhver ævintýraljómi yfir Sólveigu frænku. Hún var 13 árum eldri en faðir okkar systkinanna og hún bar sérstaka umhyggju fyrir þessum yngsta bróður sínum. Það var til merkis um að hann endurgalt þá umhyggju, að þegar foreldrar mínir eignuðust sína fyrstu dóttur, ákváðu þau að hún skyldi skírð nöfnum Guðríðar móður hans og Sólveigar systur. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 333 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Sólveig Ólafsdóttir frá Strandseljum í Ögursveit við Ísafjarðardjúp andaðist á Landspítalanum að morgni sunnudagsins 11. maí sl., 93 ára gömul. Sólveig varð ekkja við andlát Hannibals Valdimarssonar 1. september 1991, en sambúð þeirra hafði þá staðið í rúm 57 ár. Upphafleg kynni mín af Sólveigu má rekja til þess tíma er ég varð ástfanginn af eldri dóttur hennar, Elínu. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 507 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Þegar við heimsóttum Sólveigu ömmu á afmælisdaginn hennar í vetur lék hún á als oddi. Hún þakkaði hamingjuóskir okkar með að hafa hafið 94. aldursárið en sagðist ekkert skilja í guði að leggja þetta á ríkisstjórnina, að framlengja jarðvist hennar í enn eitt skiptið með þeim útgjöldum sem fylgja framfærslu aldraðra. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 328 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Tengdamóður mína, Sólveigu Ólafsdóttur, hitti ég fyrst sumarið 1955 og óraði ekki fyrir því þá hversu kær og dýrmæt vinátta þessarar smávöxnu konu átti eftir að verða mér síðar. Hún var ekki einungis móðir sinna eigin barna, sem hún unni framar öllu, heldur breiddi hún vængina yfir okkur tengdabörnin sín, af sömu óþrjótandi hlýju og nærfærnu glettni sem einkenndi hana allt hennar líf. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Amma bað mig eitt sinn að minnast sín nú ekki fyrir að hafa búið til góðan mat og kökur. Þrátt fyrir að amma hafi verið meistarakokkur ætla ég mér að standa við það loforð. Það var nefnilega ekki maturinn sem stendur upp úr í minningunni heldur öll sú hlýja og ást sem amma gaf og átti nóg til að gefa okkur öllum. Amma var minn besti vinur sem var alltaf reiðubúin að hlusta og hjálpa. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 401 orð

Sólveig Ólafsdóttir

Hár aldur og elli þurfa ekki alltaf að fara saman. Hún amma mín sýndi það og sannaði fram á sinn síðasta dag. Hún var svo hress og lífsglöð og undi sér best innan um ungt fólk, enda sagði hún svo oft í gríni að hún væri ekki nema 25 ára gömul. Amma naut sín vel innan um annað fólk og þótti ekkert skemmtilegra en þegar hún hafði sem flesta í fjölskyldunni hjá sér. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 345 orð

SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR

SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR Sólveig Ólafsdóttir fæddist á Strandseljum, Ögurhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 24.2. 1904. Hún lést í Reykjavík 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Ólafur Þórðarson útvegsbóndi á Strandseljum við Ísafjarðardjúp og kona hans Guðríður Hafliðadóttir, sem bjuggu á Strandseljum frá 1898 til dauðadags Ólafs 1933. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Þórður Einarsson

Þegar góðvinur okkar Þórður Einarsson kveður svo skjótt að ekki næst að þakka sem skyldi samverustundir á undanförnum áratugum, er næst að grípa til pennans. Það er margs að minnast frá mörgum ferðum bæði austanhafs og vestan en við hjónin vorum svo lánsöm að Þórður og Nítí buðu okkur sem ferðafélögum í margar ferðir um Evrópu og Bandaríkin þegar þau voru búsett ytra vegna starfa Þórðar Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 139 orð

Þórður Einarsson

Góður vinur okkar er látinn, minningar hrannast upp, ferðalögin, hestaferðirnar sem Þórður stóð fyrir, yndislegar, alltaf sól og hiti (við erum vissar um að það var Þórði að þakka). Það er ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Nítí og Þórð, full af fróðleik og Nítí með eitthvað gott í pokahorninu. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 430 orð

Þórður Einarsson

Við skyndilegt fráfall vinar hópast fram minningar um líf og starf Þórðar Einarssonar, ekki síst hvernig vinir hans fengu notið þeirrar hlýju og vinsemdar er hann bar með sér. Ungur lauk Þórður prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Eftir það sigldi hann til Englands og lauk þar framhaldsnámi frá City of London College árið 1944. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Þórður Einarsson

Það er óhætt að segja að þyrmt hafi yfir mig síðastliðinn þriðjudag þegar hringt var í mig og mér færð þau tíðindi að Þórður Einarsson væri látinn. Rúmum sólarhring áður höfðum við Ingi átt indælt sunnudagssíðdegi með þeim Nítí í þeirra sólríku stofu, skoðað með þeim gróðurinn í garðinum og "drífhúsinu". Allt var að springa út, vakna til lífsins. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 308 orð

Þórður Einarsson

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast nánu vinafólki foreldra minna betur en oft vill verða þegar Þórður og Níti buðu mér að dvelja hjá sér á heimili sínu erlendis í tvígang. Það var í byrjun árs 1977, þá sautján ára gömul, sem ég fór til þeirra til London og dvaldi hjá þeim á heimili þeirra í Wimbledon í nokkra mánuði. Meira
21. maí 1997 | Minningargreinar | 321 orð

ÞÓRÐUR EINARSSON

ÞÓRÐUR EINARSSON Þórður Einarsson var fæddur í Reykjavík 19. júní 1923. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 12. maí. Foreldrar hans voru Sigríður Þórðardóttir, húsmóðir, f. 1884, d. 1953, og Einar Einarsson, bátasmiður, f. 1880, d. 1939. Fósturfaðir Þórðar var Jóhannes Þórðarson, bóndi og smiður, f. 1872, d. 1956. Meira

Viðskipti

21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 130 orð

10% seld í Landsteinum ehf.

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf., sem var stofnaður í mars sl. af Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum, Hugviti hf., Íslenska fjársjóðnum, Olís og einstaklingum á sviði hugbúnaðarmarkaðarins á Íslandi, hefur keypt 10% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Landsteinum ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og sérhæfir sig í ráðgjöf og þróun sérlausna í Navision, að því er segir í frétt. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Arabískur auðmaður kaupir 3% í Cordiant

SAUDI-ARABÍSKI auðmaðurinn al-Waleed bin Talal prins hefur keypt rúmlega 3% í auglýsinga- og markaðssetningarfyrirtækinu Cordiant í London fyrir 150 milljónir rijala eða 40 miljónir dollara. Aðalframkvæmdastjóri Cordiants, Bob Seelert, hefur fagnað kaupunum segir í tilkynningu frá prinsinum, sem hefur keypt hlutabréf í ýmsum bönkum, hótelum og fleiri erlendum fyrirtækjum. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Áfengt gos vekur ugg í Bretlandi

NÝ STJÓRN Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur ákveðið að kanna vandamál vegna áfengra drykkja með ávaxtabragði -- alcopops -- vegna vaxandi uggs um að þeir séu helzta orsök ölvunar og glæpa unglinga. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Baby Benz mun koma kaupendum á óvart

NÝR Baby-Benz" af svokallaðri A-línu mun koma gömlum kaupendum Mercedes á óvart. Litlar breytingar hafa orðið á Mercedes bílum frá gamalli tíð og efnaðir kaupendur þeirra hafa litið á þá sem stöðutákn. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Breskt-íslenskt verslunarráð sett á stofn

VERSLUNARRÁÐ Íslands ásamt sendiráði Íslands í London og sendiráði Breta í Reykjavík hafa á síðustu mánuðum undirbúið stofnun Bresk-íslensks verslunarráðs. Rúmlega 30 íslensk fyrirtæki nú þegar lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt í stofnun þess auk um 10 breskra fyrirtækja í eigu Íslendinga. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 70 orð

British Airways skilar methagnaði

BRITISH AIRWAYS hefur skýrt frá methagnaði og 58.210 starfsmenn félagsins hafa fengið 10 ókeypis hlutabréf hver í kaupauka auk 89 milljóna punda af hagnaðinum. Kostnaður við endurskipulagningu nam 127 milljónum punda. Á móti kom að eignfærðar voru 125 milljónir punda sem áður höfðu verið gjaldfærðar vegna endurmats á upphaflegum kostnaði við fjárfestingu í USAir. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Byggingarvísitala hækkar um 1,9%

VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan maí reyndist vera 223,2 stig, sem er 1,9% hækkun frá því í apríl, að því er kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 714 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,4%. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

»Dollar og evrópsk bréf lækka

GENGI dollars lækkaði og tap varð á hlutabréfaviðskiptum í Evrópu í gær áður en bandaríska seðlabankinn ákvað að halda vöxtum óbreyttum. Millibankavextir verða því eftir sem áður 5,50% og forvextir 5%. Áður höfðu álíka margir spáð 0,25% hækkun og engri breytingu. Gengi hlutabréfa í London, París, Frankfurt og Wall Street lækkaði um 1% áður en vextirnir voru ákveðnir. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 223 orð

ESB hefur efasemdir um bandalag British Airways og American

FYRIRHUGAÐ bandalag flugfélaganna British Airways og American Airlines kann að hafa orðið fyrir áfalli vegna vísbendinga um að Evrópusambandið muni ganga í lið með þeim sem telja að samningnum skuli breytt. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 116 orð

ESSO fékk eldsneytissamning við Flugleiðir

FLUGLEIÐIR hf. hafa að undangegnu útboði meðal olíufélaganna gert samning við Olíufélagið hf. um kaup á þotueldsneyti fyrir millilandaflugvélar félagsins á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn kveður á um kaup Flugleiða á um 30% af eldsneytistöku félagsins á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eldsneyti fyrir öll Evrópuflug félagsins önnur en til Kaupmannahafnar og Lúxemborgar. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Fær fjögur ár fyrir fjársvik

FYRRVERANDI yfirmaður hinnar kunnu áströlsku búðarkeðju Coles Myer Ltd hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fjársvik. Brian Quinn var sekur fundinn í síðasta mánuði um að hafa haft 4,46 milljónir Ástralíudala af fyrirtækinu til að gera endurbætur á setri sínu í Melbourne. Ekki verður hægt að láta hann lausan til reynslu fyrr en hann hefur afplánað 30 mánuði af dóminum. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Heildarhagnaður 302 milljónir

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað fyrstu fjóra mánuði ársins nam 183 milljónum króna, en að teknu tilliti til annarra tekna nam heildarhagnaður félagsins á tímabilinu 302 milljónum króna. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Hlutafjárútboð Samvinnuferða að hefjast

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa falið Fjárvangi að sjá um hlutafjárútboð félagsins og skráningu hlutabréfa félagsins á Verðbréfaþing Íslands. Markmiðið með hlutafjárútboðinu er að fjölga hluthöfum til þess að uppfylla skilyrði um skráningu á Verðbréfaþingi, styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins og mæta aukinni markaðssókn erlendis. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Murdoch kaupir LA Dodgers

NEWS CORP fyrirtæki fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs hefur komizt að bráðabirgðasamkomulagi um kaup á hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers fyrir um 350 milljónir dollara, að sögn Wall Street Journal. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Ný tilboð í Fokkerverksmiðjurnar

SKIPTASTJÓRAR Fokker-flugvélaverksmiðjanna búa sig undir könnunarviðræður við nefnd rússneskra og kínverskra fjárfesta, sem telja sig geta endurreist hið fornfræga fyrirtæki. En Fokker hefur verið gjaldþrota í rúmt ár, smíði síðustu þotunnar lauk fyrir nokkrum vikum og skiptastjórarnir segja að fyrirtækinu verði aðeins bjargað með kraftaverki. Meira
21. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 47 orð

Toyota spáð methagnaði

TOYOTA er spáð methagnaði á yfirstandandi fjárhagsári vegna veikleika jens til þessa og niðurskurðar. Þrátt fyrir fall dollars á fimmtudag býst Hiroshi Okuda forstjóri ekki við að gengi jens og dollars hafi áhrif á útflutning japanskra bifreiðaverksmiðja. Gengið er ekki vandinn," sagði hann. Meira

Fastir þættir

21. maí 1997 | Í dag | 34 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. maí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. maí, er sextugurBirgir Scheving, kjötiðnaðarmaður, Birkiteig 3, Keflavík. Eiginkona hans er frú Ágústa Erlendsdóttir.Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 24. maí, eftir kl. 18. Meira
21. maí 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. maí í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Elsabet Sigurðardóttir og Hörður Sævar Hauksson. Heimili þeirra er í Súluhólum 2, Reykjavík. Meira
21. maí 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. apríl í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Katrín Lillý Sveinsdóttir og Kristinn Ragnarsson.Heimili þeirra er að Gnípuheiði 11, Kópavogi. Meira
21. maí 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. maí í Kópavogskirkju af sr. Karli Matthíassyni Úrsúla Ástríður Auðunsdóttir og Jóhann Karl Lúðvíksson. Heimili þeirra er í Fífurima 26, Reykjavík. Meira
21. maí 1997 | Dagbók | 652 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. maí 1997 | Í dag | 58 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar sem eru í 4. bekk VE í Langholt

ÞESSIR duglegu krakkar sem eru í 4. bekk VE í Langholtsskóla, efndu til kökubasars á dögunum og söfnuðu 16.654 krónum, sem þau færðu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna til minningar um bekkjarsystur sína, Brandísi Kristbergsdóttur, sem lést fyrr á þessu ári. Meira
21. maí 1997 | Í dag | 401 orð

Landkynningþrátt fyrirverkalýðNÚ GETUM við Íslendinga

NÚ GETUM við Íslendingar borið höfuðið hátt eftir að okkur var haldið að 23 milljónum Bandaríkjamanna meðan þeir supu á morgunkaffinu. Það má deila um verðmæti þessarar landkynningar í beinhörðum peningum, en ég tel óumdeilanlegt að sú upphæð væri svo langt umfram það sem landinn hefði efni á að eyða í svoleiðis að það skipti bara ekki máli. Meira
21. maí 1997 | Fastir þættir | 303 orð

Met þátttaka

MET þátttaka er í kynbótadómum sem fram fara á höfuðborgarsvæðinu nú í vikunni. Að sögn Kristins Hugasonar hrossaræktarráðunauts eru tæpleg 240 hross skráð til dóms sem er meira en áður hefur verið. Meira
21. maí 1997 | Í dag | 401 orð

M nokkurt skeið hefur Víkverji tekið eftir því að mannúða

M nokkurt skeið hefur Víkverji tekið eftir því að mannúðarsamtök sem nefna sig "Christian Aid" "Kristnihjálp" hafa staðið fyrir auglýsingaherferð á sjónvarpsstöðinni Sky ­ auglýsingaherferð sem Víkverji telur afar áhrifaríka og vel heppnaða. Meira
21. maí 1997 | Fastir þættir | 82 orð

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fyrstu skref í fimmgangi MARGIR ungir reiðmenn stíga sín fyrstu skref í fimmgangskeppni í unglingaflokki og hafa sjálfsagt einhverjir keppenda á íþróttamóti Sörla um helgina verið í þeim sporum. En hér eru þeir sem verðlaun hlutu í þessum flokki ásamt Sigurði E. Meira
21. maí 1997 | Fastir þættir | 253 orð

Tvö alþjóðleg námskeið á vegum FEIF

ALÞJÓÐLEGT réttindanámskeið Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta (FEIF) fyrir kynbótadómara var haldið dagana 5. til 8. maí sl. á Hólum í Hjaltadal. Þátttakendur voru átta frá sex aðildarlöndum FEIF, en kennarar voru íslenskir, þeir Víkingur Gunnarsson kennari á Hólum og ræktunarfulltrúi í stjórn FEIF og Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur. Jón Vilmundarson ráðunautur var prófdómari. Meira

Íþróttir

21. maí 1997 | Íþróttir | 98 orð

100 þúsund fyrir þrennu ÍSLENSKAR getr

ÍSLENSKAR getraunir munu greiða 100 þúsund krónur í verðlaun þeim leikmanni sem skorar þrjú mörk í Sjóvár- Almennra deildinni í sumar. Verðlaunaféð verður greitt af Lengjunni og verður afhent að móti loknu. Ef sami leikmaður skorar fleiri en þrjú mörk fær hann 100 þúsund krónur fyrir hvert mark umfram þrennuna. Leikmaður sem skorar t.d. fimm mörk fengi þá 300 þúsund krónur. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 289 orð

Arsenal vill Hermann

DON Mackay "njósnari" Arsenal fylgdist með leik ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld og var í Eyjum í gær og ræddi við Jóhannes Ólafsson, formann knattspyrnudeildar ÍBV, um hugsanleg kaup á Hermanni Hreiðarssyni, varnarmanninum efnilega. "Ég hef verið á ferðalagi um Norðurlöndin að undanförnu til að skoða unga og efnilega leikmenn. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 623 orð

Ánægja og gleði hjá Skallagrími

SÉRFRÆÐINGAR helstu liða Íslandsmótsins í knattspyrnu spáðu nýliðum Skallagríms neðsta sæti og Leiftri í toppbaráttu en Borgnesingar blésu á alla spádóma í blíðskaparveðri, unnu 3:0 verðskuldað í fyrsta leik sínum í efstu deild á Skallagrímsvelli og sitja í fyrsta sæti deildarinnar þegar 17 umferðir eru eftir. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 156 orð

Boris Bjarni "njósnaði"

BORIS Bjarni Abkachev, aðstoðarþjálfari Þorbjörns Jenssonar, fór ekki með landsliðshópnum í skoðunarferðina til Tarumizu á mánudaginn, þar sem hann var að "njósna" um og kortleggja leik þeirra liða sem Ísland á eftir að leika við. Boris sá Júgóslavíu vinna Litháen 29:21 og Alsír lagði Saudi- Arabíu 19:14, eftir að staðan var aðeins 6:3 í leikhléi. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 104 orð

Breiðablik - KR2:0

Reynisvöllur í Sangerði, úrslitaleikur Deildabikarkeppni kvenna, þriðjudaginn 20. maí 1997. Mörk Breiðabliks: Stojanko Nikolic (52.), Katrín Jónsdóttir (62.). Gult spjald: Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki, (73.) fyrir brot. Edda Garðarsdóttir, KR, (78.) fyrir brot. Áhorfendur: Um 100. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 303 orð

Duranona vinsæll RÓBERT Julian Duranona er

RÓBERT Julian Duranona er mjög vinsæll meðal liðanna frá Suður- Ameríku hér í Kumamoto, enda er hann einn þekktasti handknattleiksmaður álfunnar. Þegar langferðabifreið Íslendinganna keyrði framhjá bifreið Brasilíumanna í gær, hrópaði Duranona til þeirra og ráku leikmenn Brasilíu þá upp mikil fagnaðaröskur. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 71 orð

EinkunnagjöfinÍþróttafréttamenn Morgunblaðsins gefa

Íþróttafréttamenn Morgunblaðsins gefa leikmönnum einkunn fyrir frammistöðuna í leikjum sumarsins, og er hún með sama sniði og undanfarin ár. Leikmaður sem hefur verið góður að mati blaðamanns fær 1 M, sá sem þykir hafa verið mjög góður fær 2 M og sá sem á skilið einkunnina frábær, að mati blaðamanns, fær 3 M. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 590 orð

"Erfiðar aðstæður"

"ÉG ER nokkuð sáttur við skorið og ánægður með sigurinn. Það er geysilega erfitt að spila við svona aðstæður. Rokið var mikið og lítið gras á sumum flötum til að stöðva kúluna. Því var erfitt að eiga við púttin; það þurfti mikla þolinmæði og yfirvegun," sagði Björgvin Sigurbergsson úr Keili, sem sigraði á fyrsta móti sumarsins á íslensku mótaröðinni í golfi, Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 84 orð

FH-ingur sá við Frökkum S

SUK-hyung Lee, markvörður Suður-Kóreru, kom, sá og sigraði þegar S-Kóreumenn skelltu heimsmeisturum Frakka í mjög köflóttum leik 27:26 í gær, á heimsmeistaramótinu í Japan. Frakkar byrjuðu með látum, komust yfir 15:7 og voru yfir í leikhléi, 18:11. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 462 orð

Glæsimörk Garcias

Tvö sérlega glæsileg mörk miðjumannsins Oscars Garcia tryggðu Barcelona kærkominn sigur á útivelli á Celta frá Vigo. Barcelona fylgir því Real Madrid enn fast eftir og bendir allt til þess að æsispennandi lokaumferðir séu í vændum í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Celta liðið hefur löngum þótt erfitt heim að sækja og leikurinn var í jafnvægi framan af. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 77 orð

Gunnar Oddsson vann boltann á 29. mínútu úr við hliðarl

Gunnar Oddsson vann boltann á 29. mínútu úr við hliðarlínu hægra megin á miðjunni og sendi inn á miðjan vallarhelming Fram þar sem Jóhabnn Guðmundsson var staddur. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 370 orð

Haraldur samningsbundinn ÍA fram í júlí HARALDUR In

HARALDUR Ingólfsson, sem var hjá Aberdeen í Skotlandi í vetur, kom heim í síðustu viku og lék með Skagamönnum á móti ÍBV. Hann sagðist hafa hug á því að fara aftur út og því hafi hann ekki gert samning við Skagamenn nema fram í júlí. "Það er ýmislegt í deiglunni og ég stefni á að komast út aftur og þess vegna vildi ég ekki festa mig hér of lengi," sagði hann. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 524 orð

Hátíðarhöldum frestað

Juventus svo gott sem innsiglaði meistaratitilinn á Ítalíu á sunnudaginn er liðið gerði 1:1 jafntefli við Parma á heimavelli. Juve gat þó ekki blásið til sigurhátíðar því Parma getur enn náð Juve að stigum, þótt þar sé um hálfgerða hugarleikfimi að ræða enda markatala Parma 15 mörkum verri og aðeins 2 umferðir eftir. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 491 orð

HERMANN Arason

HERMANN Arasonvarnarmaður Stjörnunnar lenti í kröftugu samstuði við félaga sinn Birgi Sigfússon í leiknum gegn KR. Varð Hermann að yfirgefa völlinn alblóðugur og er ekki talið að hann verði með í næstu leikjum Stjörnuliðsins. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 402 orð

Ísland - Alsír27:27 Park Dome-höllin í Kumamoto, heimsmeista

Park Dome-höllin í Kumamoto, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, A-riðill, sunnudagur 18. maí 1997. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 5:5, 10:10, 10:12, 14:12, 14:13, 15:13. 15:14, 16:14, 16:17, 17:17, 21:21, 21:24, 22.24, 22:25, 24:25, 24:26, 27:26, 27:27. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 418 orð

ÍSLENSKA

ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði á mánudaginn fyrir Bandaríkjunum á heimsmeistaramóti landsliða í Glasgow með 4 vinningum gegn 1. Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson unnu sína viðureign í tvíliðaleik en aðrir biðu lægri hlut. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 298 orð

J¨URGEN Klinsmann, miðherji Ba

KLINSMANN, sem nýlega varð faðir í fyrsta sinn, á hús í borginni Como, nálægt Mílanó, en hann lék með Inter Milan fyrir nokkrum árum og hefur alltaf kunnað vel við sig á Ítalíu. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 423 orð

Kraftur í peyjunum

BJARNI Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með sigurinn á Skagamönnum. "Þetta var mjög sannfærandi sigur. Við spiluðum vel frá fyrstu mínútu og vorum óheppnir að vera ekki yfir í leikhléi. Það sem misfórst í fyrri hálfleik bættu leikmenn upp í þeim síðari. Við höfðum tögl og hagldir í þessum leik frá upphafi til enda. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 720 orð

Létt hjá Utah gegn Houston

TVÖ bestu liðin í NBA-deildinni, Utah Jazz og Chicago Bulls, hafa fengið góða hvíld í úrslitakeppninni meðan keppinautar þeirra hafa barist harðri baráttu um að komast í undanúrslit. Þetta kann á endanum að reynast þessum liðum dýrmætt ef viðureignir þeirra við Houston og Miami dragast á langinn. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 730 orð

Meistarataktar Vestmannaeyinga

EYJAMENN sýndu meisturum Skagamanna í tvo heimana í leiknum í Vestmannaeyjum og unnu verðskuldað 3:1. Heimamenn léku meistarana sundur og saman, sérstaklega í síðari hálfleik ­ sýndu meistaratakta og verða að teljast til alls líklegir í sumar. Skagamenn voru hins vegar mjög ósannfærandi og greinilegt að samæfingu vantar hjá leikmönnum liðsins. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 178 orð

Óstöðvandi í þessum ham

ATLI Eðvaldsson, þjálfari landsliðs 21 árs og yngri og fyrrum þjálfari ÍBV, fylgdist með leiknum í Eyjum. Hann sagði að leikurinn hefði verið mjög skemmtilegur og Eyjamenn leikið vel. "Eyjamenn léku mjög vel og létu Skagamenn aldrei í friði. Úrslitin voru mjög sanngjörn. Þrátt fyrir tap meistaranna í fyrsta leik er ekki hægt að afskrifa þá. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 307 orð

Patrekur skoraði frá miðju

Satrekur Jóhannesson vann það einstæða afrek að skora frá miðju gegn Alsírmönnum, stökk upp og skaut yfir varnarvegg þeirra frá miðlínu vallarins í Domehöllinni ­ knötturinn hafnaði á gólfinu og þeyttist fram hjá markverði Alsírmanna. Því miður fyrir Patrek og samherja hans var markið ekki dæmt gilt. Aðeins voru eftir 1,2 sek. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 483 orð

PLAT »"Ekkert að marka"undarleg viðbrögðí kjölfar áfallsFyr

Fyrir tæplega átta mánuðum lá fyrir að keppni í Sjóvár- Almennra deildinni í knattspyrnu hæfist um hvítasunnuna. Samt sem áður virðist sem þjálfarar liðanna, sem spáð var tveimur efstu sætunum, hafi ekki áttað sig á þessu og samkvæmt viðbrögðum þeirra í kjölfar árangurs í 1. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 239 orð

Reyklaus knattspyrna til sigurs EGGERT Magnús

EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, setti Íslandsmótið fyrir leik Skallagríms og Leifturs í Borgarnesi. Hann byrjaði á því að óska heimamönnum til hamingju með áfangann, að leika í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu, og gat þess að meira en 3.000 leikir yrðu leiknir í öllum flokkum karla og kvenna um allt land í sumar. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 305 orð

Rögnvald og Stefán fengu góða dóma RÖGNV

RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæmdu leik Rússlands og Kúbu, sem Rússar unnu auðveldlega 31:17. Þeir fengu mjög góða dóma að sögn Kjartans Steinbeck, formanns dómaranefndar IHF. "Eftirlitsmaður leiksins hrósaði þeim fyrir vel unnin störf." Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 398 orð

Sannfærðari en áður að ÍA verður meistari

LIÐ Vestmannaeyinga og Skallgríms úr Borgarnesi vöktu mesta athygli í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu ­ Sjóvár- Almennra deildarinnar eins og hún nefnist nú ­ þegar keppni hófst á mánudag. Nýliðar Skallagríms sigruðu Leiftur 3:0 í Borgarnesi og Eyjamenn lögðu Íslandsmeistara Akurnesinga 3:1 á heimavelli. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 185 orð

Sending kom inn í vítateig ÍA hægra megin og þar kom Ingi S

Sending kom inn í vítateig ÍA hægra megin og þar kom Ingi Sigurðsson á fullri ferð og náði að lyfta boltanum til vinstri áður en Þórður Þórðarson markvörður næði til hans. Tryggvi Guðmundsson þakkaði fyrir sendinguna við vítapunktinn og skoraði með vinstri fæti í opið markið á 57. mínútu. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 574 orð

Sigur í minningu Hardings

Enginn hefur verið jafn snöggur að skora í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley og Ítalinn Roberto Di Matteo. Hann gerði fyrra mark Chelsea í 2:0 sigurleik liðsins gegn Middlesbrough í úrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn; mark hans eftir 43 sekúndna leik kom sem köld vatnsgusa framan í leikmenn "Boro", Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 846 orð

Skallagr. ­ Leiftur3:0

Skallagrímsvöllur í Borgarnesi, Íslandsmótið í knattspyrnu, Sjóvár-Almennrar deildin, 1. umferð, mánudaginn 19. maí 1997. Aðstæður: Suðvestan andvari, sólskin lengst af, 13 stiga hiti, völlurinn þurr. Mörk Skallagríms: Valdimar K. Sigurðsson (vsp. 52.), Sindri Þór Grétarsson (76., 83.). Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 220 orð

Skoðuðu loðnuverksmiðju í Tarumizu

Það var stund milli stríða hjá landsliðsmönnum Íslands í gær, en þá fóru þeir til bæjarins Tarumizu í Kogoshima-héraði fyrir sunnan Kumamoto í boði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna ­ til að skoða eina af fimm loðnuverksmiðjum Yamada Suisan Co. Ltd., sem pakkar loðnu frá Íslandi í neytendapakkningar sem eru seldar víðs vegar um Japan. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 385 orð

Stefán skoraði og Elfsborg tapaði

Gengi Íslendingaliðanna í sænsku knattspyrnunni var misjafnt um helgina. Lið Kristjáns Jónssonar, Elfsborg, tapaði sínum fyrsta leik í mótinu er þeir urðu að sætta sig við að tapa 2:0 gegn Örgryte í Gautaborg. Kristján Jónsson lék allan leikinn hjá Elfsborg, fyrst sem miðvörður en var færður út í stöðu vinstri bakvarðar á 25. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 365 orð

Stjörnumenn nær sigri

Þótt KR-ingum hafi enn einu sinni verið spáð sjálfum Íslandsmeistaratitlinum og Stjörnumönnum fallsæti í árlegri spá, var ekki hægt að merkja mun á liðunum tveimur þegar þau mættust á mánudagskvöld. Ef eitthvað var, þá voru Stjörnumenn nær sigrinum en KR-ingar, sem verða heldur betur að taka sig á ætli þeir sér í toppbaráttu sumarsins. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 158 orð

Sveinbjörn Ásgrímsson fékk boltann aftarlega á eigin valla

Sveinbjörn Ásgrímsson fékk boltann aftarlega á eigin vallarhelmingi og gaf fram á Hilmar Hákonarson. Hann var á auðum sjó og ætlaði að leika á Cardaklija í markinu en sá síðarnefndi felldi heimamanninn, var vikið af velli og dæmt víti. Valdimar K. Sigurðsson tók vítið af öryggi á 52. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 161 orð

"Taugaspenna" "MÍNIR menn léku ekki n

"MÍNIR menn léku ekki nógu vel í dag," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, eftir leikinn. "Ungu leikmennirnir voru taugastrekktir, enda um fyrsta leik í deildinni að ræða og liðið var þungt eftir því. Við vorum heppnir að vera ekki undir eftir fyrri hálfleikinn en í þeim seinni voru við betri án þess að við næðum að nýta okkur það. Þess vegna var þetta sanngjarnt þegar á heildina er litið. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 448 orð

Varnarleikurinn í fyrirrúmi

Það er víst alveg óhætt að fullyrða, að vorbragur hafi verið á viðureign Valsmanna og Grindvíkinga, sem fram fór að Hlíðarenda á mánudag. Traustur varnarleikur var hafður í hávegum og þótt heimamenn hafi kannski verið ívið sterkari, verða úrslitin að teljast fyllilega sanngjörn. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð

"Verðum að bæta varnarleikinn"

Þeir félagar sögðust hafa náð þremur stigum, sem væri miklu betra en ekki neitt. "Við getum gert betur í vörninni en við sýndum gegn Alsírmönnum. Ég er mjög sáttur við að skora tuttugu og sjö mörk gegn varnarleik Alsírsmanna. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 632 orð

Við erum á eyju, eins og heima

Valdimar Grímsson segir að landsliðshópnum líði vel á Kyúshú Við erum á eyju, eins og heima Það er alltaf erfitt að leika gegn liðum eins og Alsír, sem leika ákafa maður gegn manni vörn. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 578 orð

Viljinn var Keflvíkinga

"VIÐ getum vel við unað, það er ekki slæmt að byrja á því að vinna Fram," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, að loknum 1:0-sigri á Fram á heimavelli. Svo sannarlega orð að sönnu hjá þjálfaranum, og það sem meira er þá var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 106 orð

Þorbjörn kvartaði yfir tímagæslu

ÞORBJÖRN Jensson var ekki ánægður hvað tímaverðir stöðvuðu klukkuna seint, þegar dómarar gefa merki um að stöðva leik Íslands og Alsírs á lokasekúndunum. "Það líða oft þrjár til fjórar sekúndur frá því að dómarinn gefur merki, þar til tíminn er stöðvaður," sagði Þorbjörn á fundi með fréttamönnum eftir leik Íslands og Alsír. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 239 orð

Þórður samdi við Genk

Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem hefur leikið með Bochum í þýsku deildinni undanfarin ár, hefur gert þriggja ára samning við belgíska 1. deildarliðið Genk. "Samningur minn við Bochum var runninn út svo ég hafði alveg frjálsar hendur með samninga. Ég er mjög ánægður með samninginn og hlakka til að fara til Belgíu. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 166 orð

ÞRÍR

ÞRÍR leikmenn KR tóku út leikbann gegn Stjörnunni. Það voru þeir Einar Þór Daníelsson, Ólafur H. Kristjánsson og Sigurður Örn Jónsson. Allir eru þeir heilir og verða til taks fyrir leikinn gegn Grindavík annað kvöld. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 1225 orð

Þýskaland Gladbach - Bochum6:2 Dahlin 2

Gladbach - Bochum6:2 Dahlin 2 (70.), (89.), Schneider (60.), Neun (68.), Lupescu (73. vítasp.), Juskowiak 75. - Wosz (36.), Hutwelker (83.). 30.100. Leverkusen - St.Pauli3:0 Kirsten (58.), Meijer (75.), Lehnhoff (82.). 22.000. Dortmund - Werder Bremen2:1 Chapuisat (33.), (75.) - Unger (51.). 55.000. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 624 orð

Ætlar EyjamaðurinnINGI SIGURÐSSONað mæta á hjólhesti á næstu æfingu?Draumur allra leikmanna

INGI Sigurðsson skoraði gullfallegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir ÍBV á móti Íslandsmeisturum Skagamanna í 1. umferð Íslandsmótsins á mánudagskvöld. Ingi er 29 ára og er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV. Hann hefur leikið 103 leiki í efstu deild með ÍBV og skorað í þeim 15 mörk. Hann lék eitt ár með Grindavík, árið 1994 er liðið lék í 2. deild og komst í úrslit bikarkeppninnar. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Einar Falur BJARKI Sigurðsson sýnir hæfni sína með japönskum matprjónum þar sem hann bragðar áskelfiski í matarboði sem haldið var landsliðinu til heiðurs í hefðbundnu japönsku veitingahúsií bænum Tarumizu. Leikmenn sátu þar á hækjum sér og borðuðu hefðbundna fiskrétti. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 115 orð

(fyrirsögn vantar)

Jakob Hallgeirsson, Valdimar K. Sigurðsson og Sindri Þór Grétarsson, Skallagrími. Árni Gautur Arason, Stjörnunni. Hlynur Stefánsson, Hermann Hreiðarsson, Sverrir Sverrisson og Tryggvi Guðmundsson, ÍBV.Sigursteinn Gíslason, ÍA. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Tryggvi skoraði tvö mörkTRYGGVI Guðmundsson, framherji Eyjamanna, kom mikið við sögu í leiknum á móti Íslandsmeisturum Skagamanna. Hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og fiskaði vítaspyrnu í fyrrihálfleik sem Þórður Þórðarson varði frá honum. Meira
21. maí 1997 | Íþróttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Júlíus Vítaspyrna?UNDIR lok fyrri hálfleiks í Borgarnesi fékk Gunnar M. Jónsson sendingu frá Sigurði Sigursteinssyni inn í vítateig Leifturs en Gunnar Már Másson náði að stöðva hann. Gunnar féll íkjölfarið og Skallagrímsmenn vildu fá vítaspyrnu en dómarinn var ekki á sama máli. Meira

Fasteignablað

21. maí 1997 | Fasteignablað | 186 orð

Atvinnuhúsnæði við Skógarhlíð

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er til sölu 345 ferm. atvinnuhúsnæði í steinsteyptu húsi að Skógarhlíð 6 í Reykjavík. Húsið er byggt 1956. Þetta er skrifstofu-, lager- og verslunarhúsnæði á neðri hæð tengibyggingar," sagði Dan Wiium hjá Kjöreign. Gluggar eru á þrjá vegu. Húsið blasir mjög vel við umferðinni, en aðkoma er að neðanverðu. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 804 orð

Á kuldalegum norðurslóðum LagnafréttirRáðstefnan Kalt loftslag tókst vel, segirSigurður Grétar Guðmundsson. Margir erlendu

HVAÐ kom manninum til að taka sér búsetu nyrst á hnettinum þar sem freri fer aldrei úr jörðu og myrkur grúfir yfir vikum eða jafnvel mánuðum saman? Í árdaga hefur það ábyggilega verið gnægð matar til lands og sjávar, að hafa í sig og á var það sem réði ferðum manna og búsetu, nokkuð sem er enn forsenda búsetunnar eins og glöggt má sjá á lífsháttum hérlendis. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 35 orð

Ásýnd hússins

STUNDUM er talað um vingjarnlega ásýnd húsa. Hér er stigið spor í þá átt að skapa húsi andlit. Það gerir arkitektinn Tom Lyon, en þetta andlit kallar hann The Thin Man" eða Magri maðurinn. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Byggingadagar

ÁRLEGIR Byggingadagar Samtaka iðnaðarins fara fram um næstu helgi. Samtökin standa fyrir sýningu í Perlunni ásamt því að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu verða með opið hús hjá sér. Um 30 fyrirtæki taka þátt í Byggingadögum í ár. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 151 orð

Einbýlishús á Kjalarnesi

HJÁ fasteignamiðluninni Bergi er til sölu einbýlishús að Esjugrund 11 á Kjalarnesi. Þetta er timburhús á einni hæð, 152 ferm. að stærð. Stakstæður tvöfaldur bílskúr fylgir, sem er 48 ferm. að stærð. Húsið var reist 1985. Húsið er mjög rúmgott," sagði Sæberg Þórðarson hjá Bergi. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 194 orð

Einbýlishús við Rauðagerði

HJÁ fasteignamiðluninni Skeifunni er til sölu einbýlishús, kjallari, hæð og ris, að Rauðagerði 42 í Reykjavík. Þetta er nýlegt timburhús, byggt fyrir tólf árum. Það er 191 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 16,2 millj. kr. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 1654 orð

Er stálið svar við kröfum um vistvæn íbúðarhús? Íbúðarhús með stálgrind hafa verið næsta fágæt hér á landi. Magnús

HEFÐ hefur verið fyrir því hér á landi sem í öðrum norðlægum löndum að nota steypu eða timbur í burðarvirki íbúðarhúsa. Stálgrindur hafa aftur á móti ekki tíðkazt í íbúðarhúsum hér að neinu marki. Stálgrindur sem burðarvirki í hús eru samt alls ekki ný byggingaraðferð hér á landi, enda stálgrindarhús að mörgu leyti hagkvæm og ódýr lausn og þar ræður skammur uppsetningartími miklu. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Felustaður fyrir sjónvarp

OFAN í gamalli kommóðu frá langömmu hefur verið komið fyrir sjónvarpi sem hægt er að renna upp og niður eftir þörfum. Það eru greinilega ekki allir jafn hrifnir af því að láta sjónvarpstækið sjást. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Fingraför heimilismanna

Fingraför heimilismanna EF fólk vill virkilega setja sinn svip á íbúðina sína þá kæmi til athugunar sú hugmynd að heimilismenn skreyti veggi með fingraförum sínum og handarförum. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 42 orð

Franskir gluggar

ÞAÐ hefur alltaf þótt fara vel á því að hafa franska glugga í húsum. Ef fólk er á annað borð að endurnýja hjá sér glugga er þetta möguleiki sem að vísu er dýrari en breytir oft útliti mjög til hins betra. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 263 orð

Glæsilegt einbýlishús við Hryggjarsel

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu einbýlishús við Hryggjarsel 12 í Breiðholtshverfi. Þetta er steinhús á tveimur hæðum auk kjallara með séríbúð, alls 219 ferm. Húsinu fylgir frístandandi 54 ferm. tvöfaldur bílskúr. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Grind fyrir tannbursta

Grind fyrir tannbursta ÞESSI litla grind er hönnuð fyrir tannbursta, glas og sápu. Oft eru þessir hlutir á hálfgerðum vergangi eða þykja ekki til prýði einir sér. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 860 orð

Hús skulu standa yfirskriftin

SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir Byggingadögum um næstu helgi, 24. og 25. maí. Á undanförnum árum hafa Byggingadagar verið haldnir árlega og hefur fjöldi fólks lagt leið sína til þátttakenda og skoðað hús og vörur sem þar hafa verið til sölu. Að þessu sinni ætla Samtök iðnaðarins að standa að sýningu í Perlunni ásamt því að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu verða með opið hús hjá sér. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 215 orð

Íbúðarhús úr stáli

LÍTIÐ hefur verið um stálgrindarhús sem íbúðarhús hér á landi. Íbúðarhús af þessu tagi hafa hins vegar verið byggð í áratugi í Kanada og Bandaríkjunum og á síðari árum hafa þau verið að sækja á á hinum Norðurlöndunum. Ástæðan er m. a. hækkandi verð á timbri en ekki hvað sízt miklar framfarir í vinnslu stáls sem byggingarefnis. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 798 orð

Möguleikar íbúðarkaupenda MarkaðurinnMikil áherzla hefur verið lögð á eigið húsnæði hér á landi, segir Grétar J. Guðmundsson,

FJÖLMARGIR þættir segja til um hvort fólk á möguleika á að festa kaup á íbúð á hinum almenna markaði eða ekki. Laun, eigið fé og lánamöguleikar vega þar þungt. Þar fyrir utan eru ýmis önnur atriði sem hafa áhrif, svo sem hvar á landinu viðkomandi býr, neysluvenjur, fjölskylduaðstæður o.fl. Breytingar á einstökum þáttum hafa áhrif á möguleika fólks. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Óvenjulegt rúmstæði

Óvenjulegt rúmstæði ÞEGAR plássið er lítið er hægt að hugsa sér þessa lausn þótt hún henti kannski ekki vel fyrir lofthrætt fólk eða þá sem láta mjög illa í svefni. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 32 orð

Rósir á loftlistum

Rósir á loftlistum ÞEIR sem eru rómantískir myndu kannski vera til í að mála eða líma rósaborða á loftlistana hjá sér. Þetta fer einkar vel, ef listarnir eru eins og hér má sjá. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 281 orð

Samdráttur í hús- bréfalánum vegna endurbóta

SVEIFLUR í húsbréfakerfinu endurspegla mjög þróunina á fasteignamarkaðnum hverju sinni. Þannig varð nokkur samdráttur í umsóknum um húsbréfalán á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Það má eflaust rekja til verkfallsumræðunnar, sem einkenndi þjóðlífið í marz og apríl, en markaðurinn fór mjög vel af stað eftir áramót. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 25 orð

Skrautmáluð stigaþrep

Skrautmáluð stigaþrep STUNDUM vill fólk ekki hafa teppi en vill gera eitthvað til að gera stigann hjá sér svipmeiri. Það er t.d. hægt með skrautmálningu. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 46 orð

Smíði sumarhúsa

TÍMI sumarhúsanna er genginn í garð. Í þættinum Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson um tilbúin sumarhús og verð þeirra. Þar skiptir húsagerð og frágangur miklu máli. Þeir eru líka til, sem vilja smíða sumarhús sín sjálfir. Þá er þörf á þekkingu um margvísleg atriði. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 323 orð

Stórt atvinnuhúsnæði nærri miðborginni

GOTT verzlunar- og skrifstofuhúsnæði nærri miðborg Reykjavíkur vekur ávallt athygli, þegar það kemur í sölu. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu vandað atvinnuhúsnæði í nýlegu húsi á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Það skiptist í tæpl. 300 ferm. verzlunarhæð, 190 ferm. fullinnréttað skrifstofupláss á 3. hæð og um 335 ferm. þjónusturými á sömu hæð. Ásett verð er 34,7 millj. kr. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 969 orð

Sumarbústaður

SUMARBÚSTÖÐUM hefur fjölgað mikið víðsvegar um landið hin síðari ár. Enn eiga margir draum um að geta komið sér upp dálitlu landi til þess að rækta trjágróður og blóm. Með tímanum dreymir þá svo um að geta byggt þar sumarhús. Draumur þessi felur í sér ljúf og góð áform. Ekki veitir af að allir leggi sitt af mörkum við uppgræðslu og fegrun landsins. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 259 orð

Sumarhúsalóðir í Húsafelli til 99 ára

HJÁ fasteignasölunni Laufási eru nú í boði lóðir í Húsfellsskógi sem ætlaðar eru undir sumarhús. Lóðastærð er ekki afmörkuð en gert er ráð fyrir að ekki sé skemmra á milli bústaða í sjónmáli en 25 metrar. Hægt er að nýta hús þarna allt árið þar sem fyrir hendi er hitaveita, rafmagn og neysluvatn. Meira
21. maí 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

21. maí 1997 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

21. maí 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

21. maí 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

21. maí 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

21. maí 1997 | Úr verinu | 441 orð

Afspyrnuléleg beitukóngsveiði í Breiðafirði í vetur

BEITUKÓNGSVEIÐI í Breiðafirði hefur gengið afleitlega yfir vetrarmánuðina, en þær voru nú reyndar í fyrsta sinn allt árið. Fram til þessa hefur veiði verið best í lok sumars og fram á haust. Sjómenn telja að sjávarkuldi sé einkum orsök lélegrar veiði. Einnig hefur hrygningartímabil beitukóngsins staðið yfir síðustu mánuði, en er nú að ljúka og veiðar að glæðast á ný. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 150 orð

Áhyggjuefni Íslendinga

BRETLAND er einn stærsti og mikilvægasti þorskmarkaður heims. Tölur um innflutning þorsks til Bretlands 1992­1996 bera með sér að þorskurinn hefur fyllilega haldið sínu. Ef staða Íslands er skoðuð sérstaklega kemur í ljós að á þessu tímabili hefur innflutningur frá Íslandi dregist saman um helming á sama tíma og Norðmenn og sérstaklega Rússar hafa styrkt stöðu sína mjög. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 1347 orð

Breytingar á vörustreymi í Mið- og Austur- Evrópu

ÞEGAR fjallað er um þetta efni, er best að bera kennsl á hvað einkenndi viðskiptastrauma A-Evrópu á árunum 1985-1990: ­ Útflutningur á ódýrum fiski. ­ Útflutningur á lindýrum (smokkfiskur, kolkrabbi) ­ Útflutningur á niðursoðnum fiski ­ Fiskkaup yfir borðstokkinn, Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 416 orð

Bræla hamlar humarveiðum

LEIÐINDAVEÐUR hefur verið á humarmiðunum og heldur truflað veiðarnar nú í upphafi vertíðar. Bátar á suðvestursvæðinu hafa lítið verið á sjó vegna brælunnar og veiði hefur gengið illa hjá bátum suðaustanlands. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 124 orð

Coldwater veitir gæðaverðlaun

MAGNÚS Gústafsson, framkvæmdastjóri Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, tilkynnti á aðalfundi SH um þau fiskvinnsluhús og frystitogara sem hljóta munu sérstaka viðurkenningu fyrir árið 1996, en Coldwater hefur í gegnum árin haft þann háttinn á að veita verðlaun, sem byggjast á gæðum og stuðningi við markaðsstarfið. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 121 orð

Fimmtán luku 30 rúmlesta réttindanámi

FIMMTÁN manns luku fyrir skömmu þrjátíu rúmlesta réttindanámi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Námskeiðið stóð yfir í níu vikur og kennt var þrjú kvöld í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 138 orð

Fiskverð á uppleið

HÆKKUN á smásöluverði sjávarafurða var innan við 1% til jafnaðar í Bandaríkjunum á síðasta ári en búist er við, að það hækki um 3,8% á þessu ári. Kemur það fram í spá bandaríska landbúnaðarráðuneytisins. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 71 orð

Fjareftirlit kynnt ríkisstjórn

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag áfangaskýrslu nefndar, sem fjallað hefur um fjareftirlit með fiskiskipum. Í skýrslunni var fyrst og fremst gerð grein fyrir þróun þessara mála erlendis og innan þeirra svæðasamtaka um fiskveiðistjórnun sem Ísland á aðild að og hvaða möguleika þetta gefur hér við land. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 260 orð

Flosi ÍS verður Sandrine í Kamerún

BAKKI hf. hefur úrelt og selt netabátinn Flosa ÍS til Kamerún á vesturströnd Afríku. Skipið var afhent nýjum eigendum við athöfn í Hafnarfirði í maíbyrjun og það skírt upp á nýtt Sandrine, í höfuðið á eiginkonu nýs útgerðarmanns, P.A. Soppo að nafni, sem jafnframt mun vera þingmaður í Kamerún. Að sögn Aðalbjörns Jóakimssonar, framkvæmdastjóra Bakka hf. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 92 orð

Guðrún í ráðuneytið

GUÐRÚN Eyjólfsdóttir tók til starfa í sjávarútvegsráðuneytinuum síðustu mánaðamót. Guðrún fer þar með starfsfræðslumál fiskvinnslunnar sem hún tekur við af Gissuri Péturssyni. Þá er henni einnig ætlað að fjalla um málefni á sviði vinnslu sjávarafurða og sinna skóla- og fræðslumálum í sjávarútvegi á vegum ráðuneytisins. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 305 orð

Hafnarhúsið vígt í Sandgerði

NÝTT Hafnarhús verður vígt með pomp og prakt í Sandgerði næstkomandi laugardag, 24. maí, og hefst hátíðin klukkan 16.00. Nýja húsið kemur til með að hýsa starfsemi Sandgerðishafnar, vigtarinnar og Fiskmarkaðs Suðurnesja, en tíu ár verða liðin á laugardaginn frá því að stofnfundur fiskmarkaðarins var haldin. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 99 orð

Jón til Reykjavíkurhafnar

JÓN Arilíus Ingólfsson hefur tekið við starfi forstöðumanns hafnarþjónustu Reykjavíkurhafnar af Herði Þórhallssyni, sem gegnt hefur starfi hafnsögumanns frá árinu 1957. Jón er fæddur í Reykjavík árið 1954. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 371 orð

Kaupmaðurinn á horninu víkur fyrir stórmörkuðum

BRESKI smásölumarkaðurinn hefur tekið stórstígum framförum undanfarin ár, en fimm stærstu stórmarkaðirnir hafa aukið hlutdeild sína á kostnað kaupmannsins á horninu, að sögn Agnars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Coldwater Seafood Ltd. í Bretlandi. Talið er að um 60% af fiski, sem neytt er í Bretlandi, séu seld í smásölu. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 70 orð

Lánin hafa komið sér vel

ALLS hafa 207 smábátaeigendur notfært sér lánafyrirgreiðslu frá Byggðastofnun og fengið að láni 508 milljónir frá stofnuninni, eftir því sem fram kemur í fréttabréfi LS. "Innreið Byggðastofnunar á þennan markað hefur leitt af sér virka samkeppni, sem áður var ekki. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 1415 orð

Líkur á betri humarveiði næstu vertíðir

HUMARVERTÍÐIN hófst með pomp og prakt síðasta föstudag. Humarstofninn hefur verið í sögulegri lægð síðustu tvö ár en nú eru góðar horfur á að hann rétti úr kútnum, þar sem nýliðun stofnsins fer aftur batnandi. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 1003 orð

Meiri gæði og öflug vöruþróun skipta sköpum um framtíðina

ÁÆTLANIR Coldwater Seafood Ltd., dótturfyrirtækis SH í Bretlandi, gera ráð fyrir að heildarsalan á þessu ári verði um 90 milljónir sterlingspunda. Gangi þessar áætlanir eftir, nær fyrirtækið að viðhalda markaðsstyrk sínum og sterkum aðgangi að aðaldreifileiðum markaðarins sem ætti að nýtast íslenskum framleiðendum vel með auknu hlutfalli afurða, sem fullpakkað er á framleiðslustað. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 784 orð

Mikilvægi ferskleika hráefnis fer vaxandi

NORRÆNT kæli- og varmadælumót verður haldið í Reykjavík dagana 18.-21. júní nk. Mótið heldur Kælitæknifélag Íslands í samvinnu við kælitæknifélögin í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Mót þessi eru haldin á fjögurra ára fresti, nú í fyrsta skipti á Íslandi, og þykir mikill fengur að svo miklu stórmóti, að sögn þeirra Sigurjóns Arasonar, Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 201 orð

Norðmenn fúlsa við fiskinum

FISKNEYSLA hefur dregist mikið saman í Noregi á síðustu árum og er hún nú ekki meiri en að meðaltali í Bandaríkjunum, Rússlandi, Austurríki og Bretlandi eða um 20 kg á mann árlega en hún var 45 kg fyrir ekki mörgum árum. Talsmenn sjávarútvegsins segja, að ein af ástæðunum sé mikill áróður norsku bændasamtakanna fyrir aukinni kjötneyslu, áróður, sem þau beri þó lítinn kostnað af, heldur Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 101 orð

Nýr bátur á Rif

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Skarðvík ehf. á Ólafsvík hefur keypt nýtt skip sem hlotið hefur nafnið Magnús SH 205. Skipið hét áður Steinunn SF og var í eigu Skinneyjar hf. á Hornafirði. Það er 116 tonn og kemur í stað gamla Magnúsar SH, 33 tonna báts sem gerður hefur verið út frá Rifi undanfarin ár. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 179 orð

Ofveiði og mengun ógna fiskistofnum

LÍFRÍKI sjávar stafar ógn af fiskveiðum og mengun og getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðarinnar í heild. Þetta eru ummæli sem höfð voru eftir Sylvíu Earle sjávarlíffræðingi á ráðstefnu sem haldin var um ofveiði á nytjastofnum sjávar. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 138 orð

Pólverjar saka Þjóðverja um skítkast

SJÁVARÚTVEGSMÁLASTOFNUN Þýskalands (BFAFi) hefur á undanförnum vikum dreift upplýsingum þar sem gefið er í skyn að ástand Eystrasaltsþorsksins sé slæmt. Sérfræðingar stofnunarinnar halda því fram að hluti stofnsins sé þakin sárum og kýlum og beinabygging hans sé afbrigðileg. Frá þessu er greint í Worldfish Report. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 250 orð

Royal Greenland neytt í taprekstur

GRÆNLENSKA landsstjórnin hefur farið fram á, að Royal Greenland reisi tvær verksmiðjur til að vinna krabba án þess ljóst sé, að nokkurn krabba sé að hafa. Fyrir eru í Grænlandi þrjár krabbavinnslur og eru þær allar reknar með tapi. Kom þetta fram í Berlingske Tidendefyrr í mánuðinum. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 127 orð

Sinnepsbökuð ýsuflök

MATREIÐSLUMEISTARINN Ingvar H. Guðmundsson notar ýsu í mataruppskrift Versins að þessu sinni auk úrvals af ferskum kryddjurtum sem gefa réttinum sumarlegan blæ. Ingvar er í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara, sem í ár fagnar 25 ára afmæli sínu. Uppskriftin er ætluð fyrir tvo. 400 gr. ýsuflök, roðflett 2 msk. olía 1 msk. brauðraspur 2 msk. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 305 orð

Smíðuðu nýtt skip úr gömlu

SKIPASMÍÐASTÖÐIN Ósey hf. í Hafnarfirði sjósetti nýlega fjölveiðiskipið Sæbjörgu ST. Gerðar voru breytingar á gömlu skipi þó nánast sé um nýsmíði að ræða, en aðeins var nýttur hluti af skrokk gamla skipsins. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 1865 orð

Strandaglópur í Sjanghæ

Í TSUKIJI í Tókýó er að finna einn frægasta fiskmarkað heims. Eldsnemma á hverjum morgni eru þar boðnar upp margar þúsundir tonna af fiski sem síðan er dreift um verslanir og veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Markaðurinn er ekki nema spölkorn frá Ginza, sem er ein af dýrustu verslunargötum í heimi. Þaðan er síðan stutt í keisarahöllina. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 295 orð

"Stundaglasið" viðurkennd smáfiskaskilja

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur, að fenginni tillögu Hafrannsóknastofnunar, viðurkennt notkun íslenskrar smáfiskaskilju til jafns á við norsku Sort-X smáfiskaskiljuna. Þá hefur stóru svæði fyrir Suðausturlandi verið lokað fyrir fiskitrollsveiðum nema notuð sé smáfiskaskilja. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 85 orð

Tryggvi Þór deildarstjóri

TRYGGVI Þór Ágústsson hefur tekið við sem nýr deildarstjóri flutninga- og skjalagerðar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. og hóf hann störf þann 1. maí sl. Tryggvi er tæplega 30 ára að aldri. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 157 orð

Tæknistjórinn flytur í land

DARRI Gunnarsson verður tækni- og þróunarstjóri Vinnslustöðvarinnar hf. með aðsetur í landi. Frá því að hann hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir réttum fjórum árum, hefur hann gegnt starfi tæknistjóra og síðan í haust hefur hann líka verið útgerðarstjóri, en á það var litið sem tímabundna ráðstöfun. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 72 orð

Uppstoppaður aldamótakarfi

NÝLEGA fékk Grandi hf. uppstoppaðan aldamótakarfa að gjöf frá söluskrifstofu SH í Hamborg í Þýskalandi. Grandi er einn stærsti viðskiptavinur söluskrifstofunnar þar í landi og var gjöfin veitt sem viðurkenning fyrir gott og farsælt samstarf við markaðssetningu á karfaafurðum á Þýskalandsmarkaði. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 473 orð

Verulega hefur dregið úr löndun Rússafisks

VERULEGA hefur dregið úr löndunum rússneskra skipa hér á landi, sem og í Noregi og er búist við að sú þróun haldi áfram. Eru Rússar farnir að vinna sinn fisk í auknum mæli auk þess sem nokkurrar aflatregðu er farið að gæta. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 130 orð

Vinnslustöðin fer í útgerð með Færeyingum

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur keypt 33% hlut í nýstofnuðu útgerðarfyrirtæki í Færeyjum. Fyrirtækið hefur keypt frystiskipið Sindra VE af Mel hf. sem átt hefur skipið undanfarin ár. Fyrirtækið er stofnað í samvinnu við færeyska útgerðarmenn og segir Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 188 orð

Þorskur alinn í búrum í Berufirði

Á DJÚPAVOGI hafa áhugamenn um fiskeldi verið með tilraunarækt á þorski í Innri-Gleðivík í Berufirði frá því í september 1994. Upphaflega voru settir í búrin undirmálsfiskar, að meðaltali eitt kíló að þyngd, og hefur þeim síðan verið gefinn úrgangur, sem til fellur frá fiskvinnslunni ásamt loðnu og síld. Meira
21. maí 1997 | Úr verinu | 523 orð

Þorskurinn lagar sig að breyttum umhverfisaðstæðum

SVEIFLUR í hitastigi sjávar samfara mengun ógna fiskveiðum í hafinu umhverfis Ísland og Skandinavíu í síauknum mæli. Þorskurinn er mikilvæg fisktegund á þessum slóðum og því tímabært og mikilvægt að kanna hvaða áhrif þessar breytingar geta haft á ákveðna líffræðilega þætti hans, t.d. ónæmiskerfið. Meira

Barnablað

21. maí 1997 | Barnablað | 30 orð

Á reitnum

Á reitnum EF ÞIÐ vilduð vera svo væn og svarar eftirfarandi, gæti hugsast að þið verðið nokkurs vísari. HVAÐA tveir reitir eru nákvæmlega eins? Reitir bé-fimm og e-tveir eru eins. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 150 orð

Boðskortið KÆRA barnablað Morgunblaðsins!

Boðskortið KÆRA barnablað Morgunblaðsins! Fjölskyldan í Granaskjóli 58 les barnablaðið reglulega í sameiningu og leysir allar þær þrautir sem hæfa fimm ára strákum. Við höfum gaman af því að skoða aðsendar myndir og langar til að senda eina slíka sem okkur barst á boðskorti fyrir nokkru. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 35 orð

Er minnið í lagi? HORFIÐ á myndina

Er minnið í lagi? HORFIÐ á myndina í eina mínútu og ekki sekúndu lengur! Hyljið hana síðan og skrifið á blað hvaða hlutir eru á myndinni. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 28 orð

Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálf að verða 10

Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálf að verða 10 ára. Áhugamál: Íþróttir, línuskautar, tónlist og margt fleira. Klara M. Pálsdóttir Hlíðarvegi 71 625 Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 232 orð

Gamli draugurinn ÞÓRA

ÞÓRA Björk Sveinbjörnsdóttir, 11 ára, Ásbraut 13, 200 Kópavogur, sendi okkur skemmtilega og spennandi draugasögu og myndskreytti hana líka. Við þökkum höfundinum fyrir og vindum okkur beint í söguna - ú, úúúúúú: Einu sinni var gamall og fúinn kastali og í gamla kastalanum bjó gamall og lúinn galdrakarl. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 90 orð

Hnefaleikar eru hættulegir EKKI ætla Myndasögur Mo

EKKI ætla Myndasögur Moggans að mæla með líkamsmeiðingum, né að hvetja til nokkurs konar annars ofbeldis, líkamlegs eða andlegs með birtingu þessara mynda. Hnefaleikar eru stundum sýndir á sumum þeirra mörgu sjónvarpsstöðva sem í boði eru og börn horfa á, en ekki ættu krakkar að reyna sig við þessa grein íþrótta, hún er hættuleg. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 137 orð

Kjörís-apinn

GÓÐAN daginn! Stóra stundin er runnin upp; úrslit í litaleik Kjörís, LA Gear, Kappa og Myndasagna Moggans! Þátttakan í litaleiknum var mikil og góð og er ánægjulegt til þess að vita að áhugasamir krakkar úti um allt land taka spennt þátt í græskulausu gamni. Vinningarnir í dag eru hinir veglegustu; tveir vinningshafar hreppa LA Gear Nasty körfuboltaskó og Kappa íþróttagalla. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 50 orð

Ljóð

MYNDASÖGUM Moggans hefur borist eftirfarandi ljóðahugleiðing um Guð eftir Magneu Arnardóttur, Arnarhrauni 27, 220 Hafnarfjörður: Guð Ég trúi á Guð. Guð er mínar tilfinningar. Ég get sagt Guði allt, ég treysti Guði fyrir leyndarmálum. Guð er góður við alla, konur, menn og börn. Guð skilur allt. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 42 orð

Ónei, vigtin! EF hún Sigurbjörg Helga

EF hún Sigurbjörg Helga Hásteinsdóttir vægi tvöfalt það sem hún vegur nú, ætti hún að vera jafn mikið yfir 100 kg og hún er nú undir 100 kg. Hve þung er hún í dag? Lausnin: Frú Sigurbjörg Helga er 66 kg. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 117 orð

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinum, strákum og stelpum, á aldrinum 11-15 ára. Ég er sjálf að verða 12 ára. Sendið mynd með fyrsta bréfi ef þið getið. Svara öllum bréfum. Hólmfríður Ingvarsdóttir Háteigsvegi 38 105 Reykjavík Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 77 orð

Pennavinir Við erum tvær sætar ste

Við erum tvær sætar stelpur og við erum 9 ára. Við viljum pennavini á aldrinum 9-12 ára. Áhugamál: Körfubolti, tónlist, bréf, pennavinir og margt fleira. Hildur F. Bjarnadóttir Tjarnarmýri 43 170 Seltjarnarnes og Erla B. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 29 orð

Prinsessan veifar BERGLIND Glóð Garðarsdót

Prinsessan veifar BERGLIND Glóð Garðarsdóttir, 6 ára, Brekkutúni 8, 200 Kópavogur, nemandi í 1.I í Snælandsskóla sendi þessa fallegu mynd af prinsessu úti í guðsgrænni náttúrunni með blóm í hendi. Meira
21. maí 1997 | Barnablað | 26 orð

Tímon, Púmba og ninjan BRÆÐURNIR A

Tímon, Púmba og ninjan BRÆÐURNIR Atli, 7 ára, og Viktor, 9 ára, Sigursveinssynir, Samtúni 2, 105 Reykjavík, eru höfundar þessara mynda. Atli gerði Disney-myndina og Viktor ninja-myndina. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.