mbl | sjónvarp

Í stjórn eins stærsta fyrirtækis Grænlands

VIÐSKIPTI  | 29. ágúst | 10:52 
Nýlega settist Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og MP banka, í stjórn KNI á Grænlandi, en það er eitt stærsta fyrirtæki landsins og annast um þjónustu að miklu leiti fyrir íbúa landsins.

Nýlega settist Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og MP banka, í stjórn KNI á Grænlandi, en það er eitt stærsta fyrirtæki landsins og annast um þjónustu að miklu leiti fyrir íbúa landsins. Meðal þess sem félagið sér um eru olíuflutningar, verslunarrekstur, dreifingu, vefverslun, rekstur fríhafna, sláturhúsarekstur og annað sem tengist landbúnaði. 

Gunnar er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má, en þar fer hann yfir verkefni félagsins og stöðu í grænlensku samfélagi. Segir hann að starfsmenn félagsins séu rúmlega eitt þúsund, en til samanburðar má geta að íbúar Grænlands eru aðeins um 56 þúsund.

KNI er 100% í eigu grænlenska ríkisins, en eitt markmið þess er að sama verð sé um allt landið. Á móti kemur að í stærri þéttbýliskjörnum er talið að einkageirinn geti staðið undir samkeppni og því er rekstur fyrirtækisins takmarkaður eða enginn á stöðunum.

 

Viðskipti með Sigurði Má
Blaðamaðurinn Sigurður Már fær til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir um það sem helst er á baugi hérlendis í því sem tengist viðskiptum, atvinnulífinu og markaðinum.
Loading