Sýna þróun allra skoðanakannana

Mælaborðið sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna …
Mælaborðið sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna komandi forsetakosninga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nú er hægt að nálgast niðurstöður skoðanakannana sem hafa verið gerðar vegna komandi forsetakosninga á einu mælaborði. 

Ráðgjafafyrirtækið Expectus er á bak við framtakið og er mælaborðið unnið úr gögnum frá mbl.is, Hagstofu Íslands og Vísi.

Sjá mælaborðið.

Núverandi kosningar og söguleg gögn

Notendur sjá niðurstöður kannana mismunandi miðla og geta einnig skoðað söguleg gögn um forsetakosningar á Íslandi.

Giovanna Steinvör Cuda, gagnasérfræðingur hjá Expectus, vann mælaborðið.

„Forsetakosningar eru í brennidepli í öllum fréttamiðlum og er flóran af frambjóðendum mikil. Gögnin voru tekin saman til gamans til að fylgjast með hvernig frambjóðendur eru að koma út úr nýjustu könnunum og breytingar frá fyrri könnunum,“ er haft eftir henni í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

„Mælaborðið sýnir einnig sögulegar niðurstöður forsetakosninga á Íslandi frá upphafi. Það er ógrynni af gögnum hjá hjá Hagstofu Íslands og hjá hinum ýmsum fyrirtækjum, sem geta skilað miklum verðmætum ef sett eru rétt fram. Við hjá Expectus sérhæfum okkur í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka