Búið að bólusetja börn alla helgina

Bólusett hefur verið frá því smitið fannst á Þórshöfn.
Bólusett hefur verið frá því smitið fannst á Þórshöfn. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

„Það var verið að bólusetja börn alla helgina á Þórshöfn,“ segir Örn Ragnarsson, umdæmislæknir sóttvarna á Norðurlandi. Eins og greint hefur verið frá greindist fullorðinn einstaklingur með mislinga í bænum í síðustu viku og er viðkomandi í sóttkví næstu þrjár vikurnar.

„Stór hluti eldra fólks hefur fengið mislinga og bólusetning hefur verið góð almennt, en það var verið að bólusetja börn um helgina sem ekki hafa verið bólusett,“ segir Örn en áherslan var á að bólusetja börn yngri en 18 mánaða. Einnig var flýtt bólusetningu á tólf ára börnum sem ekki voru búin að fá seinni bólusetninguna gegn mislingum.

Örn segir sjúklinginn sem er í einangrun á batavegi. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert