Leita hingað frá Nígeríu og Sómalíu

Sótt er um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun eða lögreglu.
Sótt er um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun eða lögreglu. mbl.is/Hari

Umsóknum um alþjóðlega vernd frá Nígeríu og Sómalíu hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Um leið hefur Nígeríumönnum og Sómölum sem búa á Íslandi fjölgað umtalsvert.

Nú búa á fjórða hundrað Nígeríumenn á Íslandi en umsóknir um alþjóðlega vernd þaðan urðu flestar 2023 eða 116 talsins.

Þá búa hér á þriðja hundrað Sómala en umsóknir um alþjóðlega vernd þaðan urðu flestar 2022 eða 102 talsins.

Fjallað er um aðflutning fólks frá þessum ríkjum til Íslands í Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. vikið að umfjöllun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um hinn margbrotna flóttamannavanda í Nígeríu og sagt frá umfjöllun stofnunarinnar um alvarleg áhrif þurrka á líf milljóna manna í Afríku. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert