„Búinn að vera mjög líflegur í nótt“

Eldgosið hófst í síðasta mánuði.
Eldgosið hófst í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin sýnileg virkni var í minni gígnum í eldgosinu í Sundhnúkagígum í nótt. Engin glóð var í honum en ennþá stígur gas upp úr honum. Virðist þessi syðri gígur hafa lognast út af í gærkvöldi eða í nótt.

Óbreytt virkni er aftur á móti í stærri gígnum.

„Hann er búinn að vera mjög líflegur í nótt. Það virðist vera að hann sé að taka við þessu sem var að koma upp úr hinum,” segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stærri gíginn. 

Lítil gasmengun

Lítil gasmengun mældist í nótt. Sú sem mældist var hugsanlega vegna gróðurelda á svæðinu.

Í dag er spáð austan 5 til 10 metrum á sekúndu og gæti mengunin borist til vesturs og norðvestur, yfir Svartsengi, Keflavík og Hafnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert