Veggjalús ónæm fyrir flestum eiturefnum

Veggjalús hefur myndað ónæmi gagnvart flestum tegundum eiturefna. Fyrir vikið hefur orðið sprenging í útköllum hjá meindýraeyðum. 

Steinar Smári Guðbergsson hjá Meindýraeyðum Íslands fór yfir stöðu meindýravarna á Íslandi og segir miklar breytingar hafa orðið á undanförnum misserum.

Steinar segir veggjalúsina erfiða við að eiga og að faraldur í Evrópu og á Íslandi mega rekja til þessa ónæmis.  

Sprakk út eftir Covid 

„Fyrir Covid var svona einu sinni til þrisvar í mánuði en nú er þetta kannski þrisvar í viku sem við förum í útkall,“ segir Steinar. 

„Ég hélt að þetta myndi deyja á Covid tímanum því þá féll ferðamennskan niður. En það hélt áfram svipuðum dampi. Svo eftir Covid þegar ferðamennirnir fóru að koma aftur þá sprakk þetta út,“ segir Steinar. 

„Þetta er erfitt kvikindi. Paddan sjálf getur lifað í 6-18 mánuði án matar. En hún vaknar um leið og hún verður vör við að einhver er í herberginu og fer og neytir matar eða m.ö.o sýgur blóð úr fólki.“

Í gegnum áratugina hefur verið reynt að drepa þetta með alls konar eitrum en hún er búin að mynda ónæmi gegn flestum eitrum sem notuð eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert