#6 Stjórnarsamstarf í andaslitrunum og forsetakapall

Ólík sjónarmið um ríkisstjórnarsamstarfið og væntanlegar forsetakosningar voru áberandi í umræðu sem skapaðist í Spursmálum á milli þeirra Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknarflokksins og Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Vilja margir meina að dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir vegna ríkjandi togstreitu innan hennar sem haft hefur víðtæk áhrif á samstöðu um mikilvæg hagsmunamál þjóðarinnar líkt og orkumál.

Þá mættu Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri og Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, einnig í settið og fóru yfir fréttir líðandi viku undir stjórn Stefáns Einars með skemmtilegum hætti.

Þátturinn var sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 en upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan.

 

Brynjar Níelsson, Ingibjörg Isaksen, Runólfur Ágústsson og Erna Mist Yamagata …
Brynjar Níelsson, Ingibjörg Isaksen, Runólfur Ágústsson og Erna Mist Yamagata voru gestir í Spursmálum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert