Skoða tengsl skot-, hnífa- og líkamsárásar

Rannsókn er enn í fullum gangi í máli tveggja fanga …
Rannsókn er enn í fullum gangi í máli tveggja fanga sem lentu í átökum í fangelsinu á Litla-Hrauni með þeim afleiðingum að einn var fluttur á slysadeild. Samsett mynd

Rannsókn er enn í fullum gangi í máli tveggja fanga sem lentu í átökum í fangelsinu á Litla-Hrauni með þeim afleiðingum að einn var fluttur á slysadeild.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann segist litlu geta bætt við en þó að búið sé að taka skýrslu af báðum mönnum.

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, segir í sam­tali við mbl.is. að lögreglan skoði núna hvort að skotárásin í Úlfsárdal í síðasta mánuði, hnífaárásin í Grafarholti sem og líkamsárásin á Litla-Hrauni, sem áttu sér bæði stað í vikunni, tengist.

Grímur tók það fram fyrr í dag við mbl.is að fórn­ar­lamb hnífa­árás­ar­inn­ar sé samt ekki hinn sami og varð fyr­ir skotárás í Úlfs­ár­dal í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert