Gerir kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm ungum mönnum sem sitja í varðhaldi vegna aðildar sinnar að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal í upphafi mánaðarins.

Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við mbl.is. Krafa lögreglu er að gæsluvarðhald verði framlengt til 22. nóvember.

Einum mannanna var sleppt á föstudag

Upphaflega voru sjö ungir menn handteknir í tengslum við málið en sex þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem síðan hefur verið framlengt. Síðasta föstudag var einum mannanna sleppt en rannsóknarhagsmunir stóðu ekki lengur til að halda honum í gæsluvarðhaldi.

Rannsókn málsins miðar vel en ekki er tímabært að greina frá aðild hvers og eins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert