Gabríel varð fyrir skoti við Silfratjörn

Gabríel Douane Boama. Skotárásin var gerð við Silfrutjörn í Úlfarsárdal.
Gabríel Douane Boama. Skotárásin var gerð við Silfrutjörn í Úlfarsárdal. Samsett mynd

Maðurinn sem varð fyrir skoti við Silfratjörn í Úlfarsárdal í síðustu viku er Gabríel Douane Boam sem hlotið hefur dóma fyrir ofbeldisbrot.

Mannlíf greindi fyrst frá en mbl.is hefur einnig heimildir fyrir því að það hafi verið Gabríel sem varð fyrir skotinu. Hann hlaut sár á kálfa og var fluttur á sjúkrahús en var útskrifaður þaðan skömmu síðar.

Slapp frá lögreglu

Gabríel, sem er 21 árs gamall, var á síðasta ári dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í hnífaárás í Borgarholtsskóla og þá hefur hann tvisvar sinnum fengið dóma fyrir líkamárás.

Hann komst í fréttirnar í apríl á síðasta ári þegar honum tókst að sleppa frá lögreglu þegar átti að flytja hann úr héraðsdómi Reykjavíkur. Hann fannst þremur dögum síðar.

Sex ungir menn voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn í tengslum við skotrárásina í Úlfarsárdal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert