Askjan mögulega enn að jafna sig

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkrir eftirskjálftar mældust næstu klukkustundina eftir að nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir í Bárðarbungu um miðjan dag í gær. 

Nokkrir minni skjálftar greindust á skjálftamælum aðfaranótt miðvikudags og á miðvikudagsmorgun áður en þessi kröftugi 4,7 stiga skjálfti reið yfir upp úr klukkan 16 í gær.

Hrinan ekki löng

Sex eftirskjálftar greindust á skjálftamælum, sá stærsti upp á 3,0 um fimmtán mínútum síðar. Hrinan var ekki sérlega löng en engin virkni hefur mælst á svæðinu síðan upp úr klukkan 17 í gær eða um klukkustund eftir kröftuga skjálftann.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is eftirskjálfta mjög fáa og eiginlega hafi ekki orðið nógu margir skjálftar í þessari hrinu til að hægt sé að telja þetta einhverja virkni.

Segir hún að mögulega nemi skjálftamælanetið ekki alla skjálfta þar sem netið sé ekki svo þétt á þessu svæði og bætir við að þessi virkni sé mjög týpísk fyrir Bárðarbungu.

Sigríður segir að það kunni að vera að askjan sé enn að jafna sig eftir eldsumbrotin 2014 til 2015 en segir þó erfitt að segja nákvæmlega til um hvað valdi skjálftunum.

Sex eftirskjálftar greindust á skjálftamælum, sá stærsti upp á 3,0 …
Sex eftirskjálftar greindust á skjálftamælum, sá stærsti upp á 3,0 um fimmtán mínútum síðar. Hrinan var ekki sérlega löng en engin virkni hefur mælst á svæðinu síðan upp úr klukkan fimm í gærdag eða um klukkustund eftir kröftuga skjálftann. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert