Víðtæk truflun á skólastarfi

Mygla greindist í efnissýni í Fellaskóla eftir skólaslit síðasta starfsárs.
Mygla greindist í efnissýni í Fellaskóla eftir skólaslit síðasta starfsárs. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðhaldsverkefnum í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar hefur farið fjölgandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur eru nú framkvæmdir í 34 skólum.

Síðastliðið haust voru þeir 24. Alvarlegustu tilfellin eru svæsin myglutilfelli og rakaskemmdir en einnig svonefnd innivistarvandamál.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru verkefnin ýmist að hefjast eða að ljúka. Fylgst verður náið með því að þau skili árangri. Hefur þurft að flytja nemendur til.

Skólahald hjá Hjálpræðishernum

Þannig fór til dæmis hluti af skólahaldi Vogaskóla fram í húsnæði Hjálpræðishersins í Ármúla síðastliðinn vetur en vonir standa til að starfsemin færist öll í húsakynni skólans í vetur.

Í Hólabrekkuskóla er búið að undirbúa ítarlega og viðamikla endurnýjun á skólanum sem kallar á flutning á hluta af starfsemi hans. Korpuskóli mun hýsa unglinga- og miðstig skólans meðan á framkvæmdum stendur í vetur.

Dæmi um heildarendurnýjun leikskóla

Mygla greindist í efnissýni í Fellaskóla eftir skólaslit síðasta starfsárs. Framkvæmdir við skólann eru í undirbúningi og munu hefjast í september.

Skólastarf verður fært til innan skólans og unnið er að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist þar til hægt verður að hefja varanlegar framkvæmdir

Ástand leikskóla Reykjavíkurborgar virðist slæmt. Dæmi eru um að leikskólar hafi verið algjörlega hreinsaðir að innan og heildarendurnýjun þeirra blasir við. Kostnaður við endurbæturnar er ekki ljós.

Meira í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka