Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu frá því í febrúar

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson

Jarðskjálftinn sem mældist rétt eftir miðnætti 7,4 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu, 3,4 að stærð, er sá næststærsti þar á þessu ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var sá stærsti 21. febrúar upp á 4,9 og fundu sumir íbúar á Akureyri fyrir honum.

Veðurstofu hefur þó ekki borist neinar tilkynningar frá fólki í kjölfar skjálftans í nótt.

Frá áramótum hafa verið 215 skjálftar í Bárðarbungu og þar af 45 skjálftar á síðasta mánuðinum.

Að sögn Veðurstofunnar hefur skjálfti af stærðinni um 3 og yfir átt sér stað mánaðarlega í Bárðarbungu það sem af er ári, sem sé ekki óeðlilegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert