Gylfi íhugar málsókn

Gylfi Þór Sigurðsson hefur hvorki leikið með félagsliði né landsliði …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur hvorki leikið með félagsliði né landsliði síðan í júlí 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Sigurðsson íhugar nú hvort hann muni sækja bætur vegna miska sem hann hefur orðið fyrir vegna þeirra íþyngjandi úrræða sem hann var beittur á meðan hann var til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester og saksóknara í London. 

Þetta kemur fram í svari Róberts R. Spanó, lögmanns Gylfa, við fyrirspurn mbl.is.

Enn fremur segir Róbert að málið hafi tekið allt of langan tíma „í ljósi aðstæðna“.

Vísar hann þar væntanlega til þess að Gylfi hefur orðið af gríðarlegum fjármunum auk þess sem knattspyrnuferill hans hefur beðið mikinn skaða af. 

Róbert Spanó, er lögmaður Gylfa.
Róbert Spanó, er lögmaður Gylfa.

Lögfræðileg ráðgjöf

„Að mínu mati er ljóst að meðferð málsins í Bretlandi tók allt of langan tíma í ljósi aðstæðna. Það hefur valdið Gylfa og fjölskyldu hans umtalsverðu tjóni auk gríðarlegs miska.

Á næstu dögum mun hann fá lögfræðilega ráðgjöf um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum," segir Róbert í skriflegu svari sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert