Ættum að vona að fleiri fari á ADHD-lyf

Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, segir sorglegt að umræða um ADHD-lyf sé oft á tíðum á neikvæðum nótum, við ættum fremur að fagna því að fleiri sæki sér lyf gegn röskuninni. 

Um fimm prósent fullorðinna nota lyfin og um 20 prósent fleiri tóku út lyfin árið 2021 samanborið við árið á undan.

Segir Hrannar hækkunina „heilbrigðismerki“. Langminnstur hluti ADHD-greindra noti lyf en um sé að ræða „lífsbjörg“ fyrir ákveðinn hóp. 

„Höfum í huga, ef að okkur fleygir áfram fram á næstu árum, þá mun þessi tala hækka ennþá meira.“ Þúsundir bíði enn eftir greiningu.

Hrannar og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður samtakanna, voru gestir í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það er alltaf túlkað sem eitthvað neikvætt – að eitthvað …
„Það er alltaf túlkað sem eitthvað neikvætt – að eitthvað hræðilegt sé að gerast í samfélaginu,“ segir Hrannar. mbl.is/Ágúst Óliver

Umræðan farin að breytast

„Það er alltaf túlkað sem eitthvað neikvætt – að eitthvað hræðilegt sé að gerast í samfélaginu,“ segir Hrannar.

Segjast þeir þó báðir finna fyrir því að umræðan sé farin að taka stakkaskiptum, sem þeir fagna. Fyrr í vikunni birtist aðsend grein á Vísi þar sem rakin var tölfræði um gagn lyfjagjafar við taugaþroskaröskuninni. 

„[Hækkunin] sýnir að við séum að ná árangri í því að fólk horfist í augu við sjálft sig, fái greiningar og glími við þær á þann hátt sem að hentar því best.“

Hrannar og Vilhjálmur voru gestir Dagmála.
Hrannar og Vilhjálmur voru gestir Dagmála. mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert