Segir bótagreiðslur þungbærar

Magnús segir Erlu Bolludóttur og aðra upprunalega dómþola bera fulla …
Magnús segir Erlu Bolludóttur og aðra upprunalega dómþola bera fulla ábyrgð á því að sakalust fólk var lokað inni og af þeim sökum eigi að gagnrýna bótagreiðslur til þeirra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Leópoldsson, sem var á sín­um tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar og einn fjögurra sem sat að ósekju í rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi, segir það þungært fyrir sig að sjá fólk sem dró hann og félaga sína saklausa í málið fá greiddar himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.

Rætt er við Magnús í Fréttablaðinu í dag.

Hann gagnrýnir aðkomu stjórnmálafólks að bótagreiðslum til þeirra sem komu fjórmenningunum í fangelsi með röngum sakargiftum. Hann hefur á tilfinningunni að verið sé að greiða bætur fyrir að hafa borið rangar sakir á þá fjóra.

Að sögn Magnúsar rökstuddi settur ríkissaksóknari ekki nægilegi niðurstöðu sína, sem leiddi til sýknudóms Hæstaréttar. Einungis hafi verið gerð krafa um að sýkna Sævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Guðjón Skarphéðinsson af mannshvörfum. Sakfellingar sem snúi að öðrum afbrotum, þar með talið rangar sakargiftir, standi óhaggaðar.

Magnús segir Erlu Bolludóttur og aðra upprunalega dómþola bera fulla ábyrgð á því að sakalust fólk var lokað inni og af þeim sökum eigi að gagnrýna bótagreiðslur til þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert