Greiði Guðjóni og dánarbúi Kristjáns 610 milljónir

Guðjón Skarphéðinsson með skýrslu endurupptökunefndar í höndunum.
Guðjón Skarphéðinsson með skýrslu endurupptökunefndar í höndunum. mbl.is/Golli

Íslenska ríkinu er gert að greiða Guðjóni Skarphéðinssyni og dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, tveimur af sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, samtals 610 milljónir. Þetta er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði héraðsdómur sýknað ríkið af öllum kröfum í málinu.

Landsréttur vísaði hins vegar bótakröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar frá dómi.

Ríkinu er gert að greiða Guðjóni 260 milljónir en dánarbúi Kristjáns 350 milljónir.

Þeir voru á meðal fimmenn­ing­anna sem voru sýknaðir í Hæsta­rétti fyr­ir um þremur árum síðan.

Guðjón gerði kröfu upp á um 1,3 milljarða vegna ára­langr­ar órétt­mætr­ar frels­is­svipt­ing­ar hans vegna Guðmund­ar- og Geirfinns­mála.

Krafa dánarbús Kristjáns var tvíþætt. Ann­ars veg­ar miska­bóta­kröfu að fjár­hæð 1.629.323.810 krón­ur fyr­ir brot gegn friði, per­sónu og æru hans. Hins veg­ar kröfu að fjár­hæð 25.530.910 vegna þess fjár­tjóns sem hann hafi orðið fyr­ir við það að mögu­leik­ar hans til tekju­öfl­un­ar ónýtt­ust.

Dán­ar­bú Tryggva Rún­ars krafðist þess að hon­um yrðu greidd­ar alls 1.644.672.833 krón­ur.

Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir upphaflega í málinu. Efri röð f.v.: …
Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir upphaflega í málinu. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla Bolla­dótt­ir og Kristján Viðar Viðars­son. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifs­son, Al­bert Kla­hn Skafta­son og Guðjón Skarp­héðins­son. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert