Birtir mynd af kröfu Ingós: „Kærðu það sorpið þitt“

Ólöf Tara birtir bréfið í tísti á Twitter.
Ólöf Tara birtir bréfið í tísti á Twitter.

Ólöf Tara Harðardótt­ir, ein þeirra sem fengu kröfubréf vegna ummæla sem þau létu falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, hefur birt mynd af bréfinu.

Myndina birtir hún á Twitter og lætur eftirfarandi fylgja: „Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt.“

Af bréfinu má dæma að þess sé krafist að Ólöf biðji Ingólf skriflega afsökunar og að hún birti afsökunarbeiðnina á Twitter og á Facebook. Jafnframt er þess krafist að Ólöf fjarlægi eftirfarandi ummæli:

„Er ÍBV svona hræddir við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“

Lögmannskostnaður upp á 250 þúsund krónur

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í umboði Ingólfs, segist í bréfinu telja ummælin fela í sér ærumeiðandi aðdróttanir. Er þess krafist að Ólöf greiði Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar að upphæð 250.000 krónur. 

Ólöf hefur frest til 19. júlí til að verða við þessum kröfum, að því er segir í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert