Vilja að nöfn þeirra sem studdu Ingó verði birt

Tryggvi Már Sæmundsson hóf undirskriftalistann.
Tryggvi Már Sæmundsson hóf undirskriftalistann. Ljósmynd/eyjar.net

Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn, Öfgar og konur úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu hafa skorað á Tryggva Má Sæmundsson, ritstjóra netmiðilsins eyjar.net, til að birta undirskriftalistann sem hann safnaði til stuðnings Ingólfi Þórarinssyni eftir að hann var afbókaður á Þjóðhátíð í ár.

Ráðist var til söfnunar í síðustu viku þar sem undirritaðir skoruðu á þjóðhátíðarnefnd að endurskoða ákvörðun sína um að afbóka Ingólf, sem betur er þekktur undir nafninu Ingó veðurguð, sem forsöngvara brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið.

Alls söfnuðust 1.660 nöfn á listann.
Alls söfnuðust 1.660 nöfn á listann. mbl.is/Árni Sæberg

Alls söfnuðust 1.660 nöfn á listann á rúmum tveimur sólarhringum og var honum skilað til þjóðhátíðarnefndar á fimmtudag.

Strax í kjölfar söfnunar Tryggva Más hófst önnur söfnun sem mótsvar og stendur sú söfnun nú í 3.435 undirskriftum.

Kaldhæðnislegt að listinn sé nafnlaus

Í áskorun félaganna þriggja segir að þeim þyki kaldhæðnislegt að listinn sé ekki sýnilegur „í ljósi þess orðavals sem þú [Tryggvi] beindir að þolendum,“ segir í áskoruninni og er þá átt við ummæli hans þar sem hann undirstrikar mikilvægi þess að koma fram undir nafni:

„Sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“

Þá segir í áskoruninni að upplýsingar liggi fyrir um að nafn þolanda hafi verið á listanum sem skilað var inn, „án hennar vitundar og samþykkis“, en á vefnum eyjar.net segir að til þess að sannreyna listann hafi verið hringt handahófskennt í nokkra tugi einstaklinga af listanum til staðfestingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert