Aurum fer fram fyrir Stím í röðinni

Við upphaf þinghalds fyrir Landsrétti á þriðjudaginn. Lárus Welding mætir …
Við upphaf þinghalds fyrir Landsrétti á þriðjudaginn. Lárus Welding mætir ásamt verjanda sínum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málflutningur í Aurum-holding málinu kláraðist fyrir Landsrétti í gær eftir tveggja daga þinghald. Verjendur hinna ákærðu kröfðust sýknu eða frávísunar, en ákæruvaldið fór fram á fangelsi yfir þeim þremur sem ákærðir eru, frá tveimur árum upp í fimm ár. Hins vegar varð breyting á kröfu ákæruvaldsins frá því í héraði og var farið fram á 5 ára dóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, en í héraði var farið fram á eins árs dóms og var hann dæmdur til þeirrar refsingar. Þessi breyting á sér þó eðlilega skýringu og tengist öðru hrunmáli sem er í gangi.

Í málinu eru þeir Lárus Weld­ing, og Magnús Arn­ar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, eru ákærðir fyr­ir umboðssvik vegna lán­veit­ing­ar­inn­ar. Þá er Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, sem var einn aðal­eig­andi bank­ans á þess­um tíma, ákærður fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um þeirra Lárus­ar og Magnús­ar og til vara fyr­ir hylm­ingu og til þrauta­vara fyr­ir pen­ingaþvætti, með því að hafa í krafti áhrifa sinna í Glitni beitt Lár­us og Bjarna for­töl­um og þrýst­ingi og hvatt til þess, per­sónu­lega og með liðsinni Jóns Sig­urðsson­ar, vara­for­manns stjórn­ar Glitn­is Banka hf., og Gunn­ars Sig­urðsson­ar, for­stjóra Baugs Group, að veita um­rætt lán. Er lánið sagt hafa verið Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni og fé­lag­inu Fons til hags­bóta.

Farið fram á fjögur ár yfir Jóni Ásgeiri

Ákæruvaldið fór fram á tveggja ára fangelsi yfir Magnúsi Erni, en þetta er sama krafa og var fyrir héraðsdómi, sem og dómurinn sem hann hlaut. Var þá um að ræða hegningarauka á fyrri dóm Magnúsar sem hann hafði hlotið í svokölluðu BK-44 máli. Þar fékk hann einnig tveggja ára dóm. Refsirammi í málum sem þessum er 6 ár.

Í tilfelli Jóns Ásgeirs fór saksóknari fram á fjögurra ára dóm. Það er sama krafa og í héraði, en Jón var þar sýknaður af öllum ákærum.

Saksóknari fer fram á fjögurra ára dóm yfir Jóni Ásgeiri …
Saksóknari fer fram á fjögurra ára dóm yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flókin staða í tilfelli Lárusar

Í tilfelli Lárusar er hins vegar aðeins flóknari staða uppi. Hann hefur áður verið dæmdur í 5 ára fangelsi í Stím málinu. Þegar Aurum málið fór fyrir héraðsdóm fór ákæruvaldið því aðeins fram á eins árs fangelsi yfir Lárusi, enda um hegningarauka að ræða og hámarkið 6 ár. Fékk Lárus þann dóm og var því kominn upp í hámarkið. Í millitíðinni meðan dæmt var í Aurum málinu í héraði og það kom fyrir Landsrétt var Stím málið hins vegar tekið fyrir í Hæstarétti og var niðurstaðan ógilt og málið sent aftur í hérað. Þar var málið svo tekið fyrir á ný og hlaut Lárus aftur 5 ára dóm.

Stím málið er hins vegar ekki komið fyrir Landsrétt og því telst Aurum málið vera á undan. Því fór ákæruvaldið nú fram á 5 ára dóm og mun að öllum líkindum fara fram á hegningarauka í því máli þegar það verður tekið fyrir í Landsrétti.

Verjendur Magnúsar og Jón Ásgeirs fóru fram á sýknu í gær, en verjandi Lárusar fór fram á frávísun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka