1.100 styðja frumvarp um umskurð

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður styðja frumvarp Silju Daggar Gunn­ars­dótt­ur um að …
Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður styðja frumvarp Silju Daggar Gunn­ars­dótt­ur um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 1.100 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað und­ir til stuðnings frum­varpi Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um.  

Íris Björg Berg­mann Þor­valds­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir, settu af stað und­ir­skriftal­ista á fimmtu­dags­kvöld. Í gær voru þær orðnar 600 talsins.

„Siðareglur hjúkrunarfræðinga kveða á um að hjúkrunarfræðingar eigi að vera málsvarar
skjólstæðinga sinna og standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Í siðareglum ljósmæðra er kveðið á um að í umönnun sinni fyrir konum og fjölskyldum þeirra virða ljósmæður sjónarmið ólíkra menningarheima en reyna jafnframt að útrýma heilsuspillandi aðferðum sem þar eru viðhafðar.“ Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingunni. 

Í síðustu viku höfðu rúm­lega 400 ís­lensk­ir lækn­ar lýst yfir ánægju með frum­varpið. Læknar segja málið ekki flókið þó það hafi ýms­ar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án lækn­is­fræðilegra ástæðna ganga gegn Genfar­yf­ir­lýs­ingu lækna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert