Glerhýsin við Laugaveg sýnileg

Árið 2008 keypti Reykjavíkurborg lóðir og fasteignir við Laugaveg 4-6 með það að markmiði að varðveita 19. aldar götumynd verslunargötunnar vinsælu. Nú tæpum áratug síðar má virða fyrir sér húsin sem búið er að reisa á lóðunum og hafa verið í smíðum síðustu misseri.

Kaupin voru gerð í borgarstjórnartíð Ólafs F. Magnússonar og F-lista sem var í meirihluta ásamt Sjálfstæðisflokki en talið er að tap borgarinnar á viðskiptunum verði í kringum hálfan milljarð króna. 

Samþykki fyrir byggingu glerbyggingarinnar var veitt árið 2015. Fé­lagið Lauga­stíg­ur stend­ur að bygg­ing­unni á reitn­um en húsið er teiknað af PK arkitektum. Fyrirhugað er að þar verði verslun og þjónusta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert