Ræðir um áhrif leiðtogafundarins

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Ráðstefna verður haldin í Háskóla Íslands á laugardaginn í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundi Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov í Höfða.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun ávarpa ráðstefnuna, sem ber yfirskriftina Arfleifð og áhrif leiðtogafundarins.  Á ráðstefnunni, sem er öllum opin á meðan húsrúm leyfir,  verður horft til áhrifa hans á alþjóðavísu og heima fyrir  en fundurinn er af mörgum talinn hafa markað upphafið að endalokum kalda stríðsins. Þá verður horft fram á við og rætt um helstu áskoranir í alþjóðamálum, að því er kemur fram í tilkynningu frá HÍ.

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Opnunarávörp flytja Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti Íslands. Fyrirlesarar verða Albert Jónsson sendiherra og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Pallborðsumræður verða að loknum fyrirlestrum þeirra.

Utanríkisráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samstarfi við Reykjavíkurborg og HÖFÐA Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Hún verður haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands, nk. laugardag frá kl. 15:00 – 18:00, og fer fram á íslensku og ensku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert