Mælt með heimild til áfrýjunar á máli lögreglumanns

Handtakan á Laugavegi.
Handtakan á Laugavegi.

Ríkissaksóknari hefur mælt með því að lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í opinberu starfi fái að áfýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Grímur Hergeirsson, lögmaður lögreglumannsins. Hæstiréttur úrskurðar um heimild til áfrýjunar þegar dómar fullnægja ekki skilyrðum til slíks.

Lögreglumaðurinn var dæmdur til greiðslu 300 þúsund króna sektar fyrir að hafa farið offari þegar hann handtók konu á Laugavegi í júlí sl. og beitt meira valdi en nauðsyn bar til. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás í opinberu starfi. Atburðurinn var myndaður og upptakan birt á netinu.

Ekki er heimilt að áfrýja til Hæstaréttar dómum þar sem fólk fær ekki fangelsisdóm eða sektir upp á 700-800 þúsund kr. Þarf þá að fá áfýjunarleyfi hjá Hæstarétti. Lögreglumaðurinn og Landssamband lögreglumanna töldu nauðsynlegt að fá niðurstöðu Hæstaréttar, annars vegar vegna þess að úrslit málsins eru talin geta haft þýðingu fyrir stöðu og störf lögreglumanna almennt og hins vegar vegna hagsmuna lögreglumannsins sem gæti misst starf sitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert