Auknar árásir á upplýsingakerfi Stjórnarráðið

mbl.is/Hjörtur

Í frumvarpi til fjáraukalaga er óskað eftir 20 milljóna kr. viðbótarframlagi á árinu vegna aðgerða sem grípa þarf til vegna öryggismála í tengslum við upplýsingakerfi Stjórnarráðsins. Framlagið er vegna þeirra verkhluta sem framkvæma þarf árið 2012, en í frumvarpi til fjárlaga 2013 er tillaga um framlag vegna næsta áfanga verkefnisins.

Upplýsingakerfin hafa orðið fyrir árásum á undanförnum árum, en nú er svo komið að árásir af þessu tagi eru orðnar algengari og harðari og erfiðara er að verjast þeim. Til þess að tryggja nauðsynlegt öryggi þarf að fjárfesta í varnarbúnaði, ráðast í úttektir á öryggismálum, fá utanaðkomandi ráðgjöf, byggja upp betri stjórnun og skipulag öryggismála og ráða sérfræðing til að sinna þessum málum kerfisbundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert