Fjarðaál og Bechtel með kynningarfund á Egilsstöðum

Almennur kynningarfundur verður haldinn á miðvikudagskvöld á Egilsstöðum á vegum Fjarðaáls og Bechtel. Verður m.a. sýnt myndband um álbræðslu til fróðleiks um hvernig framleiðslunni verður háttað í væntanlegu álveri Fjarðaáls.

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Austur-Héraðs, kynnir á fundinum fyrirætlanir sveitarfélagsins í þeirri uppbyggingu sem nú er hafin í tengslum við stórframkvæmdir á Austurlandi.

Mike Baltzell, framkvæmdastjóri áliðnaðarsviðs Alcoa, kynnir Fjarðaálsverkefni Alcoa og Joe Wahba, verkefnisstjóri Fjarðaálsverkefnisins hjá Bechtel, kynnir fyrirtækið og áætlanir þess varðandi byggingu álversins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert