Umhverfisráðherra staðfestir ákvörðun um álver í Reyðarfirði

Svona mun álverið á Reyðarfirði líta út fullklárað.
Svona mun álverið á Reyðarfirði líta út fullklárað.

Umhverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breytingar á áformum um byggingu álvers í Reyðarfirði séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.

Reyðarál ehf. Skipulagsstofnun í nóvember á síðasta ári um breytingu á áformum um byggingu álvers í Reyðarfirði í Fjarðarbyggð, þ.e. álver með allt að 322 þúsund tonna ársframleiðslu. Í tilkynningunni voru borin saman umhverfisáhrif fyrirhugaðs álvers Alcoa-Reyðaráls í Reyðarfirði og umhverfisáhrif allt að 420 þúsund tonna álvers ásamt 223 þúsund tonna rafskautaverksmiðju byggðu í tveimur áföngum sem Reyðarál fyrirhugaði að reisa í Reyðarfirði Fjarðarbyggð.

Í gær úrskurðaði umhverfisráðherra í kærumáli vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 20. desember 2002 um að breytingar á áformum um byggingu fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði, Fjarðabyggð, séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Með úrskurði sínum staðfesti umhverfisráðherra framangreinda ákvörðun Skipulagsstofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert