Búið að skrifa undir samninga vegna byggingu álvers í Reyðarfirði

Svona mun álverið á Reyðarfirði líta út fullklárað.
Svona mun álverið á Reyðarfirði líta út fullklárað. mbl.is

Búið er að skrifa undir alla samninga, alls 42 skjöl, vegna byggingu 322.000 tonna álvers Alcoa í Reyðarfirði. Skrifað var undir samningana í íþróttahúsinu á Reyðarfirði fyrir stundu að viðstöddum yfir eitt þúsund manns, þar á meðal ráðherrum og þingmönnum. Undir samningana rituðu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Alain J.P. Belda, stjórnarformaður og forstjóri Alcoa, Michael Baltzell, formaður samninganefndar Alcoa, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Samningarnir voru bæði á ensku og íslensku og snúa að fjárfestingarsamningi við ríkið, raforkusamningi við Landsvirkjun og hafnar- og lóðarsamningum við Fjarðabyggð.

Áætlaður byggingakostnaður álversins er um 84 milljarðar króna og byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar um 95 milljarðar króna. Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun eru þegar hafnar og framkvæmdir vegna byggingar álversins munu hefjast haustið 2004. Álverið mun hefja framleiðslu fyrri hluta árs 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert