Alcoa-skiltið afhjúpað

Gamla kempan Sigurjón Ólason f.v. hreppstjóri á Reyðarfirði var í …
Gamla kempan Sigurjón Ólason f.v. hreppstjóri á Reyðarfirði var í sjöunda himni þega Alcoa skiltið var afhjúpað í dag. mbl.is/Helgi Garðarsson

Alain J.P. Belda, aðalforstjóri Alcoa, afhjúpaði í dag skilti við hátíðlega athöfn eftir að skrifað var undir samninga um byggingu 322.000 tonna álvers Alcoa á Reyðarfirði. Á skiltinu, sem stendur þar sem álverið mun rísa, eru upplýsingar um hið nýja álver bæði á íslensku og ensku. Þá er stór mynd af álverinu, en framkvæmdir við bygginu þess munu hefjast haustið 2004. Áætlað er að álverið muni hefja framleiðslu fyrri hluta árs 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert