Frumvarp um álver í Reyðarfirði lagt fram á Alþingi

Iðnaðarráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um fyrir að veitt verði heimild til að gera fyrir hönd ríkisstjórnarinnar samninga við Alcoa Incorporated, Fjarðaál sf. og stofnendur þess, Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðarál ehf., um að reisa og reka álverksmiðju og tengd mannvirki á Íslandi.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu það þar sé í fyrsta lagi veitt heimild til að semja við Fjarðaál um að reisa og reka álverksmiðju til framleiðslu á allt að 322.000 tonnum af áli á ári. Kveðið er á um að félagið og eigendur þess starfi samkvæmt ákvæðum íslenskra laga.

Í öðru lagi er kveðið á um heimildir ríkisstjórnarinnar til að tryggja efndir af hálfu Fjarða byggðar og hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. Í þriðja lagi er kveðið á um skattlagningu vegna reksturs álverksmiðjunnar en hún verður í meginatriðum í samræmi við íslensk skattalög en með nokkrum sérákvæðum. Í fjórða lagi er kveðið á um lögsögu íslenskra dómstóla og stöðu gerðardóms auk þess sem íslensk lög ráða um túlkun og skýringu samninga.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert