Helgi segir ekki rök til að fallast á litla arðsemi og opinberar ábyrgðir

Helgi Hjörvar, einn þriggja fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Landsvirkjunar, segist hafa greitt atkvæði á móti rafmagnssamningi Landsvirkjunar og Fjarðaáls sf. í dag þar sem verkefnið nái ekki þeirri arðsemi sem menn hafi talið sig þurfa í upphafi. Því þurfi önnur rök til að fallast á litla arðsemi og opinberar ábyrgðir á svona stóru inngripi í atvinnulífið en þau rök séu ekki fyrir hendi.

„Þær röksemdir væru væntanlega helstar atvinnusköpun en samkvæmt skýrslu efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneysisins verður hún óveruleg miðað við stærð verkefnisins eða 0,25% sem eru 400 störf á ári í besta falli," sagði hann í samtali við mbl.is í dag.

Stjórn Landsvirkjunar samþykkti rafmagnssamning Landsvirkjunar og Fjarðaáls sf. með fyrirvara um nokkur atriði í dag og fól stjórnarformanni og forstjóra að undirrita sameiginlega rafmagnssamninginn.

Bókun Helga Hjörvar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert