Smári Geirsson: Rökrétt niðurstaða

Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. mbl.is

"Við hér fyrir austan erum afskaplega ánægðir með þessa niðurstöðu," sagði Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, um niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að bygging fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Smári sagði að niðurstaða Skipulagsstofnunar kæmi ekki á óvart.

Skipulagsstofnun telur að breytingar á áformum um byggingu fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif "Eðli málsins samkvæmt er þetta rökrétt niðurstaða. Um er að ræða minna álver en ráð var fyrir gert og minni umhverfisáhrif," segir Smári.

Hann segir að niðurstaðan sé einn af mikilvægum þáttum sem þarf að afgreiða áður en málið sé í höfn. "Við færumst sífellt nær endanlegri niðurstöðu og þetta er mjög hvetjandi. Við höfum mikla reynslu af þessum málum hér fyrir austan og höfum tilhneigingu til þess að tala varlega, en eins og mál standa í dag er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert