VG fordæmir ákvörðun um að hefja framkvæmdir við Kárahnjúka

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fordæmir harðlega þá ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar að ætla nú þegar að hefja framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar þrátt fyrir að allir meginþættir málsins séu í lausu lofti, svo sem samningar um raforkuverð og skattaívilnanir til Alcoa.

Í ályktun sem þingflokkurinn samþykkti segir, að enda þótt málið sé enn í óvissu myndu fyrirhugaðar framkvæmdir valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Af þessu tilefni hafi þingflokkurinn krafist þess að þær þingnefndir sem mál þessi varða mest verði þegar kvaddar til fundar. Þá sé gerð sú krafa að engar framkvæmdir hefjist fyrr en Alþingi hafi komið saman og þjóð og þing verið upplýst um alla þætti málsins undanbragðalaust.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert