Jákvætt skref stigið í átt til álvers í Reyðarfirði

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði að jákvætt skref hefði verið stigið í dag í þá átt að reisa álver í Reyðarfirði þótt ekki sé hægt að fullyrða að málið sé í höfn. En miðað fund sem hún og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra áttu með John Pizzey aðstoðarforstjóra Alcoa í morgun þá sé ástæða til að vera bjartsýn á að viljayfirlýsing verði undirrituð júlí.

Valgerður sagði einnig að Norsk Hydro væri enn inni í myndinni, þrátt fyrir þessa þróun mála.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert