Ákvörðun um formlegar viðræður tekin í júlí

John Pizzey.
John Pizzey. mbl.is/Kristinn

Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa og íslensk stjórnvöld ætla sér aðeins þrjá mánuði þar til ákvörðun verður tekin um hvor farið verði í formlegar samningaviðræður um byggingu álvers í Reyðarfirði eða ekki. John Pizzey, aðstoðarforstjóri, Alcoa, segir að sú grunnvinna sem búið var að vinna við undirbúning álvers skipti miklu máli og sé forsenda þess að undirbúningstíminn sé þetta studdur en venjulega taki undirbúningur fyrir ákvörðun um framkvæmdir af þessu tagi allt allt að fjögur ár.

Pizzey lýsti á fundi með blaðamönnum ánægju með samstarf við þá íslensku aðila sem komið hafa að málinu og sagði að þeir væru allir af vilja gerðir svo að af samningum geti orðið. Hann sagði að ef af samningum yrði verði framkvæmdum flýtt og álverið myndi rísa á 2½-3 árum. Rætt er um að Alcoa reisi 320 þúsund tonna álver í Reyðarfirði. Að sögn Finns Ingólfssonar seðlabankastjóri, er gert ráð fyrir að álversframkvæmdirnar verði alfarið á vegum Alcoa og verið verði í eigu fyrirtækisins að minnsta kosti til að byrja með, hvað sem síðar kunni að verða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert