Hefur átt samskipti við forstjóra Norsk Hydro

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segist hafa verið, og muni áfram verða, í samskiptum við Eivind Reiten, forstjóra Norsk Hydro, vegna þátttöku fyrirtækisins í fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði.

Í samtali við Morgunblaðið vill Halldór ekki upplýsa hvað þeim Reiten hefur farið á milli en eins og kom fram í blaðinu á föstudag hafa forsvarsmenn Norsk Hydro gefið íslenskum stjórnvöldum til kynna, að þeir geti ekki staðið við þann tímaramma, sem búið var að semja um vegna álversins, og jafnframt að þeir séu ekki tilbúnir til að ganga frá nýrri tímaáætlun.

"Það er rétt að við Eivind Reiten höfum verið í sambandi út af þessu máli og oftar en einu sinni. Ég kannast vel við hann frá fyrri tíð en ætla ekki að tilgreina samskipti okkar frekar. Við verðum áfram í sambandi, enda er málið stórt," segir Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert