Von á sendinefnd Norsk Hydro til landsins

Von er á sendinefnd frá Norsk Hydro til landsins á morgun. Er gert ráð fyrir að hún muni eiga viðræður við fulltrúa Reyðaráls hf., sem vinnur að undirbúningi álverksmiðju við Reyðarfjörð. Geir Gunnlaugsson, framkvæmastjóri Reyðaráls, sagði að sendinefndin hygðist koma til þess að fara yfir stöðu mála, enda væri talsvert síðan að fyrirtækið hefði sent fulltrúa sína til landsins. Gert er ráð fyrir að fulltrúar norska fyrirtækisins verði hér á landi á morgun og fimmtudag. Norsk Hydro á helmingshlut í Reyðaráli.

Samkvæmt upplýsingum hjá umhverfisráðuneytinu er von á ákvörðun vegna kæru Landsvirkjunar á úrskurði Skipulagsstofnunar, vegna Kárahnjúkavirkjunar, á næstu dögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert