Gangsetning nýrra kera gekk vel

Álver Norðuráls á Grundartanga framleiðir nú með fullum afköstum eftir stækkun álversins í 90 þúsund tonna árlega framleiðslugetu, en sextíu ný ker voru gangsett í verksmiðjunni í sumar.

Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs fyrirtækisins, segir að tekið hafi um tvo mánuði að koma álverinu í fulla framleiðslu. Hafist hafi verið handa í byrjun júnímánaðar og gangsetningunni hafi verið lokið í lok júlí en þá hafi verið búið að gangsetja sextíu ný ker. Samtals séu þá í gangi 180 ker í verksmiðjunni.

Ragnar sagði að gangsetningin hefði gengið mjög vel og engin sérstök vandamál komið upp enda starfsmennirnir vel þjálfaðir og reynslumeiri en þegar fyrsti áfangi álversins var gangsettur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert