Hafa ekki áhrif á stækkun Norðuráls

Jim Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia Ventures, móðurfélags Norðuráls, segir að fjárfestingar Columbia Ventures í gervihnattasímafyrirtækinu Globalstar muni ekki hafa áhrif á frekari stækkun álversins á Grundartanga.

Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu greindi Bloomberg-fréttaþjónustan frá því nýlega að Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures, hefði byrjað að kaupa skuldabréf fyrirtækisins Globalstar um miðjan janúar eftir að fyrirtækið hætti að standa í skilum á greiðslum af skuldabréfum.

"Við erum að skoða ýmsa möguleika. Þetta snýst um hvert menn vilja setja fjármunina. Eins og er hefur þetta ekki haft nein áhrif [á Grundartanga]. Og eins og ég hef áður sagt í fjölmiðlum er þetta spurning um að skila fjárfestum viðunandi arði," segir Hensel.

Hensel segir að eins og við sé að búast yfir sumartímann þokist viðræður við stjórnvöld vegna stækkunar á álverinu við Grundartanga hægar en ella. Hann segir allt of snemmt að svo komnu máli að spá fyrir um hvenær framkvæmdir við þriðja áfanga álversins geti hafist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert