Stöðugt meiri eftirspurn eftir áli

Álverksmiðja Norsk Hydro í Sunndal.
Álverksmiðja Norsk Hydro í Sunndal.

Stjórnarformaður Reyðaráls segir stækkunaráform Norsk Hydro á Sunndalsálverinu í Noregi afsanna þá umræðu sem fram hefur farið á Íslandi, að áliðnaður tilheyri fortíðinni. Þvert á móti sé stöðugt meiri eftirspurn eftir áli í heiminum og álmarkaðurinn stækki um 2,5% á ári. Þetta kemur fram á heimasíðu Reyðaráls.

Stækkun Sunndalsversins hefur í för með sér um 234 þúsund tonna framleiðsluaukningu áls á ári hjá Hydro, þó svo framleiðslugeta Sunndalsálversins verði 321 þúsund tonn eftir stækkunina, því samtímis stækkuninni verður lokað gömlu álveri í Söderberg, með 66 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, en framleiðslugeta gamla Sunndalsversins er 153 þúrsund tonn ári. Stækkun Sunndalsversins er álíka og 1. áfangi álvers Reyðaráls. Á heimasíðu Reyðaráls segir segir Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður félagsins það athyglisvert að Norsk Hydro fjárfesti nú hundruð milljóna króna í áliðnaði heimafyrir, á sama tíma og andstæðingar álvers hér heima reyni að telja mönnum trú um að þetta sé úrelt atvinnugrein, sem aðallega bjóði upp á órifaleg láglaunastörf. „Það er líka athyglisvert að í Noregi eru ekki talin vandkvæði á að reisa svona stóra verksmiðju byggða á nútíma tækni á stað eins og Sunndal, þar sem verksmiðjan stendur í þröngum firði rétt við þorpið," segir Geir á heimasíðunni. Heimasíða Reyðaráls.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert