Skipulagsstofnun samþykkir matsáætlun álvers í Reyðarfirði

Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Reyðaráls hf. um matsáætlun vegna framkvæmda við álver í Reyðarfirði í samræmi við 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlagða tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun ásamt þeim umsögnum og athugasemdum sem borist hafa stofnuninni. Stofnunin hefur gert athugasemdir við áætlun framkvæmdaraðila og verður tekið tillit til þeirra við gerð matsskýrslu vegna álversins. Á heimasíðu Hönnunar er haft eftir Axel Val Birgissyni umhverfislandfræðingi hjá Hönnun, sem hefur umsjón með matsáætluninni, að áfram verði haldið rannsóknavinnu til undirbúnings fyrir gerð matsskýrslunnar sjálfrar með athugasemdir Skipulagsstofunar til viðmiðunar. Henni verður svo skilað í janúar árið 2001.

Samkvæmt 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði á matsáætlun að lýsa framkvæmd, framkvæmdasvæði og öðrum möguleikum sem til greina koma við byggingu álversins. Fram eiga að koma m.a. upplýsingar um skipulag á framkvæmdasvæði og hvernig framkvæmd samræmist skipulagsáætlun. Heimasíða Hönnunar
Heimasíða Reyðaráls en þar er bréf skipulagsstjóra birt í heild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert