Áætlun um mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði

Reyðarál hf. afhenti Skipulagsstofnun tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði í dag. Gert er ráð fyrir að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum álversins verði tilbúin snemma á næsta ári og eigi síðar en 1. febrúar 2002 verði unnt að ákveða hvort ráðist verði í framkvæmdir.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reyðaráli miðar fyrirtækið mat á umhverfisáhrifum við að álverið rísi í tveimur áföngum með allt að 280 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í fyrsta áfanga en allt að 420 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í öðrum áfanga. Verði ákveðið að ráðast í framkvæmdir er áætlað að hefja byggingu fyrsta áfanga árið 2003 og hefja rekstur álversins í byrjun árs 2006. Rekstur síðari áfanga gæti hafist á árunum 2008-2010. Gert er ráð fyrir að álverið í Reyðarfirði noti HAL 250 vinnslutækni frá Hydro Aluminium og fullkominn hreinsunarbúnaður verði notaður til að halda útblæstri frá verksmiðjunni í lágmarki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert