Um 185 metra há stífla vegna Kárahnúkavirkjunar

mbl.is/Kristinn

Stífla í Jökulsá á Brú vegna Kárahnúkavirkjunar verður um 185 metra há þar sem hún verður hæst. Bora þarf um 48 kílómetra löng að- og frárennslisgöng sem verða um sjö metrar að þvermáli. Orkuframleiðsla Kárahnúkavirkjunar verður nærri tvöfalt meiri en Búrfellsvirkjunar, sem er stærsta virkjun landsins.

Þetta kemur fram í lýsingu Landsvirkjunar á framkvæmdinni, sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Hér fylgir lýsingin orðrétt: „Við byggingu Kárahnúkavirkjunar er gert ráð fyrir að stífla Jökulsá á Brú við Kárahnúk fremri og mynda þannig miðlunarlón virkjunarinnar, Hálslón. Veita þarf vatninu austur að brún Fljótsdals við Teigsbjarg um 40 km löng aðrennslisgöng. Stöðvarhús virkjunarinnar verður neðanjarðar til móts við mynni Norðurdals í Fljótsdal og frárennslisgöngin kæmu út í farveg Jökulsár í Fljótsdal. Aðalstífla Hálslóns verður þvert yfir syðsta hluta Dimmugljúfra vestan í Kárahnúk fremri. Stíflan verður um 190 m há þar sem hún er hæst. Minni stíflur verða til hliðar við aðalstífluna. Á mörkum Sauðár- og Laugavalladals verður stífla sem er 32 m há þar sem hún er hæst og í Desjarárdalsdrögum verður allt að 54 m há stífla. Inntak aðrennslisganganna verður sunnan í Kárahnúk fremri í um 538 m y.s. Göngin, sem verða um 7 m í þvermál, stefna í austur yfir Tungu og inn á Fljótsdalsheiði. Um miðja vegu milli Þrælaháls og Sauðafells tengjast þeim göng úr suðri frá litlu lóni í Jökulsá í Fljótsdal fyrir neðan Eyjabakkafoss. Þaðan stefna göngin í norðaustur að Teigsbjargi þar sem vatnið fellur um 400 m niður að stöðvarhúsinu. Um 650 m löng aðkomugöng liggja að stöðvarhúsi virkjunarinnar sem verður í fjallinu fyrir neðan Teigsbjarg. Þar verða 4-6 hverflar með 680 MW afli. Frárennslisgöng virkjunarinnar verða 1,3 km að lengd og enda í skurði sem tengist Jökulsá í Fljótsdal um 2 km fyrir sunnan Valþjófsstað. Gert er ráð fyrir að víkka farveg Lagarfljóts á þremur stöðum fyrir neðan Egilsstaði svo ekki verði breyting á hæð vatnsborðs. Helstu kennistærðir Kárahnúkavirkjunar með veitu úr Jökulsá í Fljótsdal: Vatnasvið 2410 km² Meðalrennsli 143 m³/s Hálslón Flatarmál 57 km² Yfirfallshæð 625 m y.s. Miðlun 2095 Gl Lægsta vatnsborð 550 m y.s. Vesturstífla Mesta hæð 32 m Lengd 1045 m Rúmmál 1440 10³ m³ Austurstífla Mesta hæð 54 m Lengd 875 m Rúmmál 3030 10³ m³ Kárahnúkastífla Mesta hæð 185 m Lengd 753 m Rúmmál 8480 10³ m³ Vatnsvegir Aðrennslisgöng 40 km Þvermál 7,2 m Göng frá Eyjabökkum 8 km Þvermál 6,8 m Fallgöng 400 m Þvermál 5-6 m Heildarfallhæð 592 m Raunafl virkjunar 680 MW Orkugeta 5000 GWh/ár."
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert