1.400-1.500 milljóna undirbúningskostnaður áður en ákvörðun er tekin

Frá blaðamannafundi iðnaðarráðherra í morgun.
Frá blaðamannafundi iðnaðarráðherra í morgun. mbl.is/Sverrir

Kostnaður Landsvirkjunar vegna undirbúnings virkjanaframkvæmda á Austurlandi verður um 1.100 milljónir króna, en Reyðarál mun eyða 3-400 milljónum króna í undirbúning álvers. Þessi kostnaður fellur til áður en endanleg ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdirnar, en það verður gert í febrúar árið 2002. Gert er ráð fyrir að markaður verksmiðjunnar verði einkum í Evrópu.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Landsvirkjunar, Reyðaráls og viðskipta- og iðnaðarráðherra í morgun.<7p> Í fréttatilkynningu Reyðaráls kemur fram að markaður fyir álframleiðsluna verði einkum í Evrópu, og í mun minna mæli í Bandaríkjunum. Báðum megin Atlantshafns er þó vaxandi umframeftirspurn eftir áli. Selt verður í gegnum markaðsnet Hydro Aluminum. Álverið mun einkum framleiða vörur fyrir byggingar- og bílaframleiðsluiðna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert