Tveir skotnir til bana skömmu fyrir upphafsleik HM

Frá Auckland á Nýja-Sjálandi.
Frá Auckland á Nýja-Sjálandi. Wikipedia

Tveir voru skotnir til bana í miðborg Auckland í Nýja-Sjálandi nú fyrir skömmu. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst innan nokkurra klukkustunda í Nýja-Sjálandi og Ástralíu.

Flautað verður til fyrsta leiksins klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma, í Auckland, en þar mætast Nýja-Sjáland og Noregur.

Byssumaðurinn hóf skothríð í byggingu í miðborginni á fimmtudagsmorgni að staðartíma. Fjöldi særðist í árásinni. 

Hóf hann skothríð neðarlega í byggingunni og færði sig upp. Þegar hann var kominn ofarlega fór hann inn í lyftu og reyndi lögregla að tala við hann. „Hann skaut fleiri skotum og var úrskurðaður látinn skömmu síðar,“ sagði yfirlögregluþjónninn Sunny Patel.

Á þessari stundu er ekki ljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin skoti eða hvort lögreglan hafi átt í hlut. 

Forsætisráðherra landsins, Chris Hipkins, sagði að ekki væri um þjóðaröryggisógn að ræða og að heimsmeistaramótið færi af stað. Nýja-Sjáland og Ástralía eru gestgjafar mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert