Kæra son sinn fyrir barnabarnaleysið

Frá Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Frá Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP

Hjón sem búa í norðurhluta Indlands hafa kært einkason sinn og eiginkonu hans fyrir að hafa ekki fært þeim son eftir sex ára hjónaband. 

Foreldrarnir, Sanjeev og Sadhana Prasad, segja að þau hafi notað allan sinn sparnað til þess að ala son sinn upp, greiða fyrir flugmannsþjálfun hans og rausnarlegt brúðkaup.

Krefjast foreldrarnir því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna í miskabætur ef þeim fæðist ekki barnabarn á næsta árinu.

Um er að ræða mjög óvenjulega lögsókn sem sótt er á grunni „andlegrar áreitni“.

Sársaukinn væri bærilegur ef barnabarn væri inni í myndinni

Herra Prasad segir að hann hafieytt öllum sínum sparnaði í soninn sem fór í atvinnuflugmannanám í Bandaríkjunum árið 2006. Kostaði það 65 þúsund dollara eða það sem nemur um 9 milljónum íslenskra króna. Sonurinn sneri aftur til Indlands árið 2007 en missti vinnuna og fjölskylda hans þurfti að styðja við bakið á honum næstu tvö árin. 

Eftir þann tíma fékk sonurinn, Shrey Sagar, starf sem flugmaður og foreldrar hans komu á brúðkaupi hans og Shubhangi Sinha árið 2016. Var tilefni þess vonin um að þau myndu eignast barnabarn „til þess að leika við“ í ellinni.

Þá segja foreldrarnir að þau hafi greitt fyrir brúðkaup á fimm stjörnu hóteli, lúxusbíl – sem kostaði það sem nemur um 10 milljónum króna – og brúðkaupsferð fyrir nýgiftu hjónin erlendis.

„Sonur minn hefur verið giftur í sex ár en þau eru ekki enn farin að skipuleggja barneignir,“ segir Prasad. „Ef við ættum barnabarn til að eyða tíma okkar með yrði sársauki okkar bærilegur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert