Hópi trúboða rænt í Haítí

Glæpagengi hafa nú í áraraðir verið við stjórnvöllinn í fátækustu …
Glæpagengi hafa nú í áraraðir verið við stjórnvöllinn í fátækustu hverfum Port-au-Prince og hafa aðeins verið að stækka umráðasvæði sín síðustu mánuði. AFP

Sautján trúboðum, þar af sextán bandarískum og einum kanadískum, var rænt í gær fyrir utan höfuðborg Haíti í dag. Hópurinn er í haldi glæpagengis sem þekkt er fyrir þjófnað og mannrán á svæðinu milli Port-au-Prince og landamæra Dóminíska lýðveldisins.

Forsvarsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna vildi ekki veita fréttastofu AFP upplýsingar um málið en segir öryggi bandarískra ríkisborgara erlendis vera eitt mikilvægasta forgangsmál ráðuneytisins.

Glæpagengi hafa nú í áraraðir verið við stjórnvöllinn í fátækustu hverfum Port-au-Prince og hafa aðeins verið að stækka umráðasvæði sín síðustu mánuði.

Fleiri en 600 mannrán hafa verið tilkynnt til lögreglu í landinu í ár, miðað við 231 á sama tíma í fyrra. Árum saman hefur bágur efnahagur og stjórnarkrísa lamað uppbyggingu í landinu og morðið á forseta landsins í júlí hefur aðeins valdið meiri glundroða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert