Durst í öndunarvél eftir að hafa fengið lífstíðardóm

Banda­ríski auðkýf­ing­ur­inn Robert Durst, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Sus­an Berm­an, hefur verið fluttur á sjúkrahús vegna Covid-19.

HBO heim­ildaþætt­irn­ir The Jinx byggja á morðinu á Susan Berman árið 2000 en hún var vinkona Durst. Hann myrti hana til þess að koma í veg fyr­ir að hún upp­lýsti lög­reglu um hvarf eig­in­konu Durst, sem hvarf árið 1982 og er tal­in af.

Á vef BBC  segir að Durst liggi nú þungt haldinn í öndunarvél en hann er 78 ára gamall.

Í síðustu viku var Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausnar en sak­sókn­ari held­ur því fram að Durst sé í raun sek­ur um morðið á tveim­ur í viðbót; eig­in­konu sinni ann­ars veg­ar og öldruðum ná­granna sín­um sinni hins veg­ar, sem komst að því hver hann var á meðan hann hélt sig í fel­um árið 2001.

Durst bar fyr­ir sig að morðið á ná­granna sín­um, Morr­is Black (lík hvers Durst bútaði niður), hafi verið sjálfs­vörn.

Durst kem­ur úr einni rík­ustu og valda­mestu fjöl­skyldu í New York-borg.

Durst var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.
Durst var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert