Hinn „Salisbury-Rússanna“ nafngreindur

Ef rétt reynist eru þetta Anatoliy Chepiga og Alexander Mishkin …
Ef rétt reynist eru þetta Anatoliy Chepiga og Alexander Mishkin en ekki Ruslan Bashirov og Alexander Petrov. AFP

Hið rétta nafn seinni „Salisbury-Rússans“ hefur verið kunngjört og mun vera Alexander Mishkin, samkvæmt vef BBC. Hópur rannsóknarblaðamanna komst að þessu og birti á vefsíðunni Bellingcat en blaðamennirnir segja að Mishkin, sem notaði dulnefnið Alexander Petrov, sé herlæknir og starfi fyrir rússnesku leyniþjónustuna.

Bellingcat hafði fyrir nafngreint fyrri Rússann í teyminu sem Anatoliy Chepiga, en hann og Mishkin eru, eins og frægt er orðið, taldir hafa byrlað Sergei Skripal, samlanda þeirra og fyrrverandi njósnara, og dóttur hans, banvænt eitur í bænum Salisbury á Englandi í mars. 

Frekari upplýsinga að vænta

Talið er að Mishkin hafi verið tekinn inn í rússnesku leyniþjónustuna þegar hann var að klára læknanám sitt. Þá á hann að hafa farið í nokkrar ferðir til Úkraínu, m.a. þegar Rússar hertóku Krímskaga árið 2013. 

Frekari upplýsingar um hvernig rannsóknarblaðamannahópnum tókst að komast að hinu rétta auðkenni Mishkins verða opinberaðar á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert